Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 119
118
reimleikum sársaukafullra minninga sem með viðurkenningu Alþingis eru
á góðri leið með að verða opinberar og eignast hlutdeild í hinu stofn-
anavædda menningarlega minni.
Niðurlag
Greining á sögunum í Reimleikum í Reykjavík endurspeglar hvernig reim-
leikafræði, í samhengi fræðikenninga um menningarlegt minni, undir-
strikar kraftmikla virkni menningarlega minnisins sem einkennist sam-
tímis af minni og gleymsku. Reimleikar, draugar og afturgöngur verða að
greiningartækjum fyrir gleymdar og þaggaðar minningar sem leita upp
á yfirborðið og sækjast eftir því að vera viðurkenndar opinberlega í rými
menningarlega minnisins. Sú nálgun leggur áherslu á hreyfanleika minn-
isins, sem aldrei er kyrrstætt heldur í stöðugri endurskoðun, endurnýtingu
og endurvinnslu. Þá er kraftmikil virkni minnisins einnig í samræmi við
lögmál borgarrýmisins sem einkennist af stöðugum breytingum og þenslu
þar sem staðir ganga í endurnýjun lífdaga og öðlast, í rás tímans, nýja og
breytta merkingu.
Sú staðeynd að Reimleikar í Reykjavík var gefin út samtímis á íslensku
og ensku gefur í skyn að hún sé ekki síst ætluð erlendum ferðamönnum
sem koma til borgarinnar. Kortlagningin er þar að auki bundin við helstu
túristasvæði Reykjavíkur, miðbæinn og gamla vesturbæinn, sem jafnframt
eru elstu rými borgarinnar. Þó að bókin, við fyrstu sýn, minni aðeins á
sniðugt og léttúðugt uppátæki, má einnig líta á hana sem boð um að halda
kortlagningunni áfram og rannsaka fleiri staði í borgarrýminu þar sem
menningarlega minnið tekur á sig mynd. Og í framhaldi af því hvernig
sú mynd er yfirleitt hlaðin reimleikum sem endurspeglast í togstreitu eða
átökum ólíkra minninga ólíkra hópa. Það má til dæmis velta fyrir sér hvort
úthverfin og yngri svæði borgarinnar bjóði upp á öðruvísi nálgun við reim-
leika og búi yfir draugasögum sem byggja á öðrum frásagnargerðum en
sögurnar í Reimleikum í Reykjavík.
veRa knútsDóttiR