Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 126

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 126
125 kunni að bera þess sjáanleg merki að honum líði illa er ekki beinlínis hægt að sjá hvort hann finnur til líkamlega. Það liggur því í augum uppi að frásögnin er mikilvægasta leiðin til að auka skilning annarra á eigin sárs- auka.13 Elaine Scarry segir í bók sinni The Body in Pain að frásagnir af sárs- auka orki missterkt á fólk. Ef um sársauka annarra sé að ræða sé algengt að menn leiði hugann að honum um stund en síðan ekki meir. Hún bendir á að þrátt fyrir að fólk leggi sig fram um að skilja þjáningu annarra, takist það aldrei til fulls; því sé hins vegar tamt að efast um sannleiksgildi sárs- aukafrásagna.14 Einnig virðist skipta máli hver segir frá. Lýsingar Málfríðar benda til dæmis til þess að samfélagsleg staða hennar hafi valdið því að ekki var hlustað á hana þegar hún sagði frá veikindum sínum og sársauka. Í kaflanum „Hrakfallasaga mín“ má til að mynda lesa um afstöðu íslenskra lækna gagnvart Málfríði. Þá virðist hafa skort þekkingu til að meðhöndla mein hennar og í krafti yfirburða samfélagsstöðu gátu þeir bægt henni frá sér eins og eftirfarandi dæmi vitna um: öxlin, langpínd og sár, hafðist illa við um sumarið, og fór ég með hana til læknis míns. Það skyldi ég aldrei gert hafa. Vel getur verið, að margir læknar skilji vel líkamann og mein hans, en þessi skildi ekki öxl mína og mein hennar. (Samt held ég hann vera prýði stéttar sinnar). Hann sendi mig til annars læknis, sá var doktor medicinae og hinn hálærðasti, sérfróður í þeim veikindum sem raunar ömuðu mér, og sendi hann mig (hálfvegis) til annars, sem vera kynni enn hálærðari og einnig doktor í sinni sömu sérfræði. Báru nú þessir þrír (eða tveir) spekingar saman ráð sín, og urðu þeir ásáttir um að mig skyldi nudda og gefa mér heita geisla á öxlina sem farin var að byrja að stirðna. [...] Ekki græddist meinsemd mín, enda ekki von, heldur glæddist hún, en hitt sem ekki vildi glæðast, það var skilningurinn hjá nudd- lækninum mínum, blessuðum karlinum, heldur sat hann með höf- uðið gríðarbreitt á alla kanta, saklaus af skilningi.15 13 Sjá David B. Morris, „Narrative, ethics, and pain“, bls. 65. 14 Sjá Elaine Scarry, The Body in Pain. The making and unmaking of the world, New York: Oxford University Press, 1987, bls. 3–7. Þess má geta að í bókinni Um sársauka annarra ræðir Susan Sontag á svipaðan hátt um áhrif fréttaljósmynda af stríðshörmungum á fólk. Hún er þeirrar skoðunar að menn séu almennt fremur ónæmir fyrir sársauka annarra. Susan Sontag, Um sársauka annarra, þýð. Uggi Jónsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2006. 15 Málfríður Einarsdóttir, Úr sálarkirnunni, bls. 41. AF ALLRi PÍSL OG KVALRæði . . .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.