Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Blaðsíða 133
132
arúrræði hennar sumpart á hugræna atferlismeðferð nútímans. Séu mál
einfölduð nokkuð má segja að sú meðferð sé tvíþætt. Annars vegar felst
hún í því að hafa áhrif á hugarfar með ýmsu móti, hins vegar að breyta
hegðun sem á þátt í að viðhalda vandanum.35
Málfríður virðist átta sig á að neikvæðar hugsanir viðhalda þunglynd-
inu og freistar þess að sporna gegn þeim. Það gerir hún með því að beita
ímyndunaraflinu og með því að telja sér trú um að ,galdrar‘ geti hjálp-
að henni. Hún leitar með öðrum orðum liðstyrks í nærumhverfi sínu til
að takast á við líðan sína – og það virðist nægja henni, ásamt eigin við-
brögðum, til að rjúfa vítahring neikvæðra hugsana og hindra um leið að
Svartapísl hremmi hana.
Í kaflanum „Svartapísl“ eru fyrrnefndar árásarlíkingar mjög áberandi
en þar segir Málfríður til að mynda frá árás bakteríanna:
Bakteríur sátu um mig og skemmdu mig og skemmdu, ætluðu að éta
burt heil líffæri og voru stundum langt komnar í þessu sínu þokka-
legu verki, þá tók ég kipp til varnar svo ekki er ég dauð enn.
[...]
Sagan af bakteríunum og mér það er löng saga, og þetta var
hörð og löng barátta, tvísýn stundum, og fóru bakteríurnar í
hvert líffærið á fætur öðru, og skemmdu þau öll, og aldrei mátti
ég sjá glaðan dag á heilbrigðs manns vísu. Þetta var auðvelt að
þola. Verra var að híma hundleið innan um allt þetta fólk.36
Í þessu textabroti birtist skýrt dæmi um yfirskipuðu hugtakslíkinguna Að
KLJÁST Við VEiKiNDi ER ORRUSTA;37 hugsað er um líkamann
sem orrustuvöll þar sem sjúkdómur etur kappi við sjúklinginn. Líkingarnar
eru margvíslegar, til dæmis persónugerir Málfríður bakteríurnar sem
the Canonical and Apocryphal Acts of the Apostles“, Neues Testament und Magie:
Verhältnisbestimmungen, Annali di Storia dell’Esegesi 2/2007, bls. 295–321.
35 Fyrrnefndar hugmyndir Aaron T. Beck lögðu grunninn að gervallri hugrænni sál-
fræðimeðferð nútímans sem með blöndun við atferlissálfræði (e. behavior therapy)
varð síðan að hugrænni atferlismeðferð, sbr. Magnús Blöndahl Sighvatsson, Hafrún
Kristjánsdóttir, Engilbert Sigurðsson og Jón Friðrik Sigurðsson, „Gagnsemi hug-
rænnar atferlismeðferðar við lyndis- og kvíðaröskunum hjá fullorðnum“, Lækna-
blaðið 11/2011. Greinin er aðgengileg á veraldarvefnum: http://www.laeknabladid.
is/tolublod/2011/11/n/4367
36 Málfríður Einarsdóttir, Úr sálarkirnunni, bls. 31.
37 Sjá t.d George Lakoff, Jane Espenson og Alan Schwartz, Master Metaphor List,
Second Draft, bls. 176.
guðRún steinþóRsDóttiR