Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 144
143
sandra Harding
Sterkari hlutlægni fyrir grasrótarvísindi
Ritið 3/2016, bls. 143–178
Inngangur
Sandra Harding (f. 1935) er femínískur heimspekingur sem hefur lagt stund á
eftirlendufræði, þekkingarfræði, aðferðafræði rannsókna og vísindaheimspeki.
Hún hefur haft mikil áhrif innan vísindaheimspekinnar með skrifum sínum
um sjónarhornsfræði (e. standpoint theory), þar sem hún hefur notað hugtakið
„sterk hlutlægni“ (e. strong objectivity) til að undirstrika mikilvægi þess að sjón-
arhorn undirokaðra hópa, ekki síst kvenna, fái sitt vægi í vísindarannsóknum.
Þannig fáist áreiðanlegri og ábyrgari niðurstöður með víðari skírskotun en ef
aðeins er stuðst við sjónarmið ráðandi hópa, sem séu ekki færir um að þróa
aðferðir til að greina áhrif ráðandi viðmiða og gilda á vísindalegar rannsóknir,
heldur treysta á hugmyndina um gildishlutlausa hlutlægni (e. value-neutral
objectivity) í vísindum. Í samanburði við þá hugmynd er sterk hlutlægni reynd-
ar „raunveruleg hlutlægni“, segir Harding í textanum sem hér fylgir á eftir,
þ.e. sterk hlutlægni hentar betur til þess að ná vísindalegum hlutlægnismark-
miðum.
Harding er prófessor emerítus í kennslufræði og kynjafræðum við Háskólann
í Kaliforníu, Los Angeles. Hún hefur m.a. gefið út bókina Sciences from Below:
Feminisms, Postcolonialities, and Modernities (2008), en kaflinn sem hér er þýdd-
ur er úr bók hennar Objectivity and Diversity. Another Logic of Scientific Research
sem kom út árið 2015.1 Þar tekst hún á við kröfu vísindanna um hlutlægni og
segir í inngangi að þrátt fyrir ofnotkun hugtaksins og aukna meðvitund um
afstæði þess, jafnvel yfirlýsingar um gagnsleysi þess, þá telji hún að krafan um
hlutlægni geti enn verið nytsamleg vísindunum. Í kaflanum sem hér fer á eftir,
„Sterkari hlutlægni fyrir grasrótarvísindi“ (e. Stronger Objectivity for Sciences
1 Sandra Harding, Objectivity and Diversity. Another Logic of Scientific Research, Chi-
cago: University of Chicago Press, 2015.