Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Side 146
145
STERKARi HLUTLæGNi FYRiR GRASRÓTARVÍSiNDi
Sterkari hlutlægni fyrir grasrótarvísindi
Sandra Harding
Vandinn við „góðar rannsóknir“
Í femínískum umræðum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var rætt
um þörf fyrir sérstakt viðmið til að ná hámarkshlutlægni í rannsóknum.3
Þetta viðmið varð að vera sterkara en þau sem þá voru í gildi þar sem þau
síðarnefndu höfðu leyft karlrembu og karllægum hugmyndum og háttum
að stýra bestu rannsóknum í líffræði og félagsvísindum. Það mátti auðvitað
gera ráð fyrir að félagsleg gildi og hagsmunir hefðu áhrif á niðurstöð-
ur rannsókna þar sem ekki var lögð áhersla á nákvæma aðferðafræði. En
„vond vísindi“ voru ekki aðalástæða gagnrýninnar í þessu sambandi. Þau
rannsóknaverkefni sem femínistum ofbuðu höfðu þegar staðist gildandi
viðmið á sínu fræðasviði, hvort heldur þar var beitt megindlegum eða eig-
indlegum aðferðum. Vandinn var sá að „góð vísindi“ skorti aðferðafræði-
leg úrræði til að greina útbreidda kynjamismunun og karllægar hugmyndir
sem höfðu mótað niðurstöður rannsóknanna.4
3 Þessi grein birtist sem annar kafli ritsins Objectivity and Diversity. Another Logic
of Scientific Research, Chicago: University of Chicago Press, 2015. Hann birtist
einnig í greinasafninu Objectivity in Science. Approaches to Historical Epistemo-
logy, ritstj. Flavia Padovani, Alan Richardson og Jonathan Y. Tsou. Dordrecht:
Springer, 2015.
4 Þessu er haldið fram í mörgum fyrri rannsóknum femíniskra fræðimanna. Sjá Ruth
Bleier, Science and Gender. A Critique of Biology and Its Theories on Women, New York:
Pergamon Press, 1984; Brighton Women and Science Group, Alice through the
Microscope, London: Virago Press, 1980; Anne Fausto-Sterling, Myths of Gender.
Biological Theories about Women and Men, New York: Basic Books, 1985; Donna
Haraway, Primate Visions. Gender Race, and Nature in the World of Modern Science,
New York: Routledge, 1989; Carol Gilligan, In a Different Voice, Cambridge, MA: