Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Qupperneq 153
152
ugum greiningaverkfærum félagsfræði vísinda við hlið sjónarhornsfræða
og tillögu þeirra um sterkri hlutlægni. Árangur femínískrar greiningar
leggur fyrir sitt leyti eins konar tilviksrannsókn (e. case study) af mörkum
til þessara fræða.
Áður en lengra er haldið er vert að benda á að sjónarhornsfræðin var
ekki eina tilraun femínista til að breyta hugmyndum um hlutlægni og efla
hana. Sem dæmi má nefna að eðlisfræðingarnir Karen Barad og Evelyn
Fox Keller og heimspekingarnir Heather Douglas, Helen Longino og
Miriam Solomon,13 svo að þeir þekktustu séu nefndir, hafa einnig sett fram
tillögur í þessa veru. Hugmyndir þessara kenningasmiða eru frábrugðnar
hugmyndum mínum. Enginn þeirra hóf rannsókn sína með því að kanna
hvernig þekkingarframleiðsla fer í raun og veru fram í þegar fyrirtæki og
stjórnvöld ríkja móta stóran hluta vísindarannsókna sem þau styrkja og
kosta meðal vestrænna iðnaðarþjóða og um allan heim. Einhverjir þessara
fræðimanna nefna þau áhrif sem fjármögnunaraðilar hafa á vísindastörf.
En það jafngildir ekki því að hefja rannsókn á spurningum um líf þeirra
sem fá óeðlilega lítið í sinn hlut af gæðum samfélagsins en bera þó mestar
byrðar vegna þeirra. Þessar aðstæður daglegrar þekkingarsköpunar, sem
konur hafa verið útilokaðar frá að skipuleggja og leiða, móta að miklu leyti
þá opinberu stefnu sem hefur svo gríðarleg áhrif á líf kvenna. Þannig miða
sjónarhornsfræði að því að fá konum sjálfum og öðrum sem vinna að því
að bæta aðstæður kvenna um allan heim í hendur úrræði til félagslegra
breytinga.
Hvað er „sterk hlutlægni“?
Engin ein merking eða tilvísun orðsins „hlutlægni“ Í fyrsta lagi er
mikilvægt að hafa í huga að ekki er til nein ein, föst merking hugtaksins
„hlutlægni“ enda hafa sagnfræðingar sýnt fram á að það er umdeilt hugtak.
Í nútímasamfélögum er hugtakið stöðugur vettvangur ágreinings þeirra
sem krefjast valds – það á við á sviði laga og stjórnvaldsstefnu ekki síður
en í vísindum. Robert Proctor bendir á hvernig staðhæfingar um gilda-
13 Karen Barad, Meeting the Universe Halfway. Quantum Physics and the Entanglement
of Matter and Meaning, Durham, NC: Duke University Press, 2007; Evelyn Fox
Keller, „Gender and Science“, Discovering Reality, ritstj. Sandra Harding og Merrill
Hintikka, Dordrecht: Reidel/Kluwer, 1983; Heather Douglas, Science, Policy, and
the Value-Free Ideal, Pittsburgh: University of Pittsburgh Press, 2009; Helen E.
Longino, The Fate of Knowledge, Princeton, NJ: Princeton University Press, 2002;
Miriam Solomon, Social Empiricism, Cambridge, MA: MiT Press, 2001.
sanDRa HaRDing