Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 160
159
þeirra á svonefndum hreinum vísindum og svokölluðum grunnrannsókn-
um leiðir þá út í rannsóknir sem eru hagsmunum þeirra sem fjármagna
þær greinilega til framdráttar. Slíkar aðstæður ollu eðlisfræðingunum sem
unnu að smíði kjarnorkusprengjunnar langvarandi hugarkvöl. Þegar öllu
er á botninn hvolft, ef sjálfbært umhverfi, útrýming fátæktar um allan
heim og afnám pólitísks, efnahagslegs og félagslegs óréttlætis væru í reynd
gildi og áhugamál ráðandi hópa, og ekki aðeins eitthvað sem þeir segjast
telja mikilvægt þegar þeir eru flæktir í mál sem koma í veg fyrir að slíkum
markmiðum sé náð, væri fyrir löngu búið að uppræta þessar ógnir við vel-
ferð mannkyns.
Samfélög sem mótast af öðrum gildum og hagsmunum munu, eins og
þau gera nú og hafa gert, framleiða þekkingu sem talin er áreiðanleg en
stangast þó á við þá áreiðanlegu þekkingu sem sprettur af ríkjandi vestræn-
um hagsmunum og gildum. Sérstakar gerðir samfélaga verða til samhliða
þeim sérstöku gerðum vísinda sem þau sækjast eftir: hvort um sig gerir hitt
mögulegt og takmarkar það. Þessi innsýn spratt upp úr öllum þeim and-
ófshreyfingum sem risu gegn forræðisöflum á sjöunda áratug síðustu aldar
og í nýlendum sem höfðu nýlega hlotið sjálfstæði. Síðar var hún tekin upp
innan vísindafræða (e. science studies) og um það verður fjallað hér á eftir.
Gildi og hagsmunamál andófshópa gegn forræðishyggju og í þágu lýðræð-
is virðast henta vel innan rannsóknarsamfélaga sem vilja auka umfang og
áreiðanleika rannsóknarniðurstaðna.
Rökgerð rannsókna Þetta er sú „rökgerð rannsókna“ (e. logic of inquiry)
sem hefst með skilningi á hversu náttúru- og félagsvísindi nútímans eru
margflækt í hversdagsleg félagsleg og pólitísk málefni og venjur, ekki síst
þau sem njóta stuðnings stórfyrirtækja, hers og þjóðernisafla – valdamestu
afla jafnt innan ríkja sem á alþjóðavísu. Vísindin okkar eru fjarri því að
vera laus við gildi eða hagsmuni. Rannsóknarverkefni, sem jafnvel góð-
gjörnustu vísindamenn hafa áhuga á og geta fengið styrki til (og flestir
vísindamenn eru góðgjarnir), samsvara yfirleitt gildum og hagsmunum
þessara valdamiklu afla. Svo að hvað sem líður fyrirætlunum vísindamanna
eru rannsóknir þeirra í afar litlum og viðkvæmum tengslum við lýðræð-
issinnaða hópa þegar þær eru fjármagnaðar af þessum valdamiklu öflum.
Sumir lesendur kunna að hleypa brúnum yfir því að orðalagið „rökgerð
rannsókna“ sé notað til að lýsa sjónarhornsfræði og aðferðafræði hennar.
Þetta orðalag tengist viðleitni rökfræðilegra raunhyggjumanna til að „end-
STERKARi HLUTLæGNi FYRiR GRASRÓTARVÍSiNDi