Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 161

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 161
160 urbyggja röklega“ (e. rational reconstruction) þá verufræði og rannsóknarað- ferðir sem þeir töldu að væru einkenni vestrænna nútímavísinda. ætlun þeirra var að draga skýr mörk milli „réttlætingarsamhengis“ (e. context of justification), þar sem tilgátur voru nákvæmlega prófaðar til að fjarlægja þau gildi sem gætu hafa slæðst inn í vísindalega hugsun, og „uppgötvunarsam- hengis“ (e. context of discovery) þar sem félagsleg gildi og hagsmunir höfðu greinileg áhrif á hvaða vandamál væru talin verðug vísindalegra rannsókna, hvaða hugtök og tilgátur nytu stuðnings, og hvert skipulag rannsóknaverk- efna yrði. Áreiðanlegri rannsóknarniðurstöður fengjust því aðeins að þessi mikilvægu mörk væru höfð í huga og nákvæmt eftirlit yrði haft með rétt- lætingarsamhenginu og aðeins með því. Að þeirra mati myndi vísindalegur sköpunarkraftur koðna niður ef reynt væri á einhvern hátt að hafa gætur á uppgötvunarsamhenginu. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur ýmislegt uppgötvast fyrir heppilega tilviljun, svo sem röntgengeislar, sem reyndust skipta verulegu máli. Vísindaheimspekingar hafa um nokkurt skeið snúið baki við viðleitni af þessu tagi, jafnvel þótt andi hennar haldi að miklu leyti áfram að glæða heim- spekilega hugsun og rannsóknir, því hún hefur sett skynsamlegri sýn á vís- indalega aðferðafræði mörk sem erfitt reynist að yfirstíga. Sjálft orðið „rök- fræði“ gefur til kynna einstakan hugsunarmáta eða rökhugsun sem býður enga skynsamlegri kosti. Hér er tekin afstaða gegn síkum hugmyndum. Eigi að síður notum við orðið „rök“ og samsetningar úr því á hvers- dagslegan hátt, einfaldlega í þeirri merkingu að eitthvað eigi sér skyn- samlega eða gilda ástæðu: „Það er rökrétt að íkorninn grafi akörnin sín í blómapottinum mínum.“ Ég held því fram að aðferðafræði sjónarhorns- fræðinnar leggi í raun til annars konar skynsamlega aðferð við ástundun vísindarannsókna. Að hefja rannsókn með þeim spurningum sem vakna meðal hópa sem eru að mestu leyti útilokaðir frá að móta og hafa áhrif á samfélagslegar stofnanir okkar bendir okkur á nýjar og dýrmætar – einnig í augum okkar, forréttindahópsins – spurningar og leiðir til að svara þess- um spurningum sem hvörfluðu ekki að, og gátu ef til vill ekki hvarflað að, því fólki sem tók þátt í að móta samfélag okkar og stýra því. Ég held því þess vegna fram að hér sé komin annars konar „rökgerð vísindalegra rannsókna“. Það er ástæðulaust að snúa baki við því kraftmikla orði „rök“ aðeins vegna þess að við teljum núorðið að hinum rökvísu raunhyggju- mönnum hafi skjátlast þegar þeir töldu röklega endurbyggingu eina skyn- samlega kostinn í vísindastörfum. sanDRa HaRDing
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.