Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Qupperneq 162
161
Eitt atriði enn: Hvert er samband sjónarhornsfræði og greinaskipt-
ingar akademíunnar? Upphaflega spratt sjónarhornsfræðin upp úr ýmsum
fræðigreinum, eins og bent hefur verið á: félagsfræði þekkingar, félagsfræði
vísinda, stjórnmálaheimspeki, þekkingarfræði, vísindaheimspeki. Hún fer
ekki leynt með að hún er andstæð viðteknu skipulagi fræðigreina. En þeir
sem beita sjónarhornsfræði nota hana yfirleitt til að setja út á fyrirkomulag
innan sinna eigin fræðigreina. Þeir vilja breyta félagsvísindum, félags- og
stjórnmálafræðum, þekkingarfræði eða vísindaheimspeki, meðal annars, á
þann hátt að þau þjóni hagsmunum og löngunum kvenna, til dæmis. Þar
af leiðir að sjónarhornsfræði getur tekið á sig ólíkar myndir í mismunandi
rannsóknasamhengi þar sem hún fæst við kenningar og aðferðir innan
tiltekinna fræðigreina með áherslu á tengslin milli reynslu og þekkingar,
þjóðfélags og vísinda. Að þessu leyti er sjónarhornsfræðin afar tengd ein-
stökum fræðigreinum. Reyndar virðast fræðimenn á einu sviði oft ekki
vita af hlutverki sjónarhornsfræðinnar á öðrum sviðum.26 Hún er einnig
fjölfagleg því að fræðimenn sem beita henni styðjast iðulega við innsýn úr
femínískum rannsóknum til að rökstyðja gagnrýni á ákveðnar hugmyndir
á eigin fræðasviði. Hvar sem hún er notuð opnar hún nýja möguleika til
umræðna um tengsl reynslu og þekkingar, eins og félagsvísindamaður-
inn Fredric Jameson hefur komist að orði.27 Og þar sem hún gerir það
á aðferðafræðilegan hátt er hún einnig þverfagleg rökgerð rannsókna. Í
stuttu máli er sjónarhornsfræði andstæð fræðigreinum og afar tengd fræði-
greinum, fjölfagleg og þverfagleg.28
Jafnframt er hún lífræn þekkingar- og aðferðafræði. Hvort sem hugtök
sjónarhornsfræði og sterkrar hlutlægni eru notuð eða ekki, má segja að
allir undirokaðir jaðarhópar sem „ganga fram á sviðið“ í staðbundnu eða
alþjóðlegu samhengi segi eitthvað á borð við: „Frá sjónarhóli okkar líta
26 Hér má bera saman tvö safnrit þar sem tekist er á við nálganir Dorothy Smith og
Nancy Hartsock á sjónarmiðsfræðum: Knowledge, Experience, and Ruling Relations,
ritstj. Marie Campbell og Ann Manicom, Toronto: University of Toronto Press,
1995 og Politics and Feminist Standpoint Theories, ritstj. Sally Kenney og Helen
Kinsella, New York: Haworth Press, 1997. Greinasöfnin voru bæði afurðir af mál-
stofum innan greina ritstjóranna. Þau eiga það sameiginlegt að í hvoru fyrir sig er
nánast ekkert minnst á framlag hinnar greinarinnar í sjónarmiðsfræðum.
27 Fredric Jameson, „‘History and Class Consciousness‘ as an Unfinished Project“,
Rethinking Marxism, 1/1988, bls. 49–72. Endurskoðaður útdráttur í The Feminist
Standpoint Theory Reader, New York: Routledge, ritstj. Sandra Harding, 2004.
28 Ég nota ekki hugtakið „þverfagleg“ því það felur í sér hættu á að leggja þrjár þessara
merkinga að jöfnu (allar nema „afar tengd fræðigreinum“).
STERKARi HLUTLæGNi FYRiR GRASRÓTARVÍSiNDi