Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Qupperneq 168
167
gagnvart hörðustu gagnrýnendum, á virðingu við æðstu meginreglur
siðferðisins og markmið félagslegs réttlætis, eins og áður var bent á. Hvað
þetta merkir á hverju sviði hefur auðvitað verið breytilegt eftir kynslóð-
um og menningarheimum. Rannsóknir sjónarhornsfræðinnar efla mark-
mið upplýsingarinnar enda hafa þau þýðingu í veröld okkar daga.
En „módernísk“ markmið félagslegra baráttuhreyfinga nú á dögum
eru ekki sömu og þau sem menn létu sér annt um á sjötta áratugnum,
hvað þá fyrir þann tíma. Því hafa dyggir aðdáendur upplýsingarinnar og
kenninga hennar um nútímavæðingu oft lýst óánægju með tilraunir sjón-
arhornsfræði og sterkrar hlutlægni til að leggja að baki eldri hugmyndir
um nútímann. En eins og ég hef fært rök fyrir annars staðar gera póstmód-
ernískir gagnrýnendur oft ráð fyrir ákveðnum módernískum forsendum
sem sjónarhornsfræðin bjóða birginn. Sem dæmi má nefna að þegar þessir
gagnrýnendur sjónarhornsfræðinnar hafna vísindaheimspeki gera einnig
þeir ráð fyrir að orðið „vísindi“ geti aðeins gilt um eina tegund stofnana
og vinnubragða. Þeir gera ráð fyrir því, ásamt pósitívistunum sem þeir
gagnrýna, að vestræn nútímavísindi ein geti talist til vísinda. Þeir þekkja
hvorki umræður innan eftirlendufræða um vísindi né almenna vestræna
vísindafræði.35 Af þessum sökum er umræðan um hvort sjónarhornsfræði
og sterk hlutlægni sé of módernísk eða of póstmódernísk oft nokkuð rugl-
ingsleg, að mati undirritaðrar.
Felur sterk hlutlægni í sér afstæðishyggju eða skyldleika við hana? Fellst
kenningin um sterka hlutlægni á þá skoðun að hver hópur sé „sinn eigin
söguritari“ eins og hinn verðlaunaði sagnfræðingur Peter Novick lýsti
áhyggjum yfir?36 Novick var að fjalla um að sagnfræðin væri að glata sam-
hengi sínu vegna andófs gegn yfirráðum gildishlutlausrar hlutlægni sem
hafði stuðlað að þróun sagnfræðinnar í fræðigrein. Hafnar sterk hlutlægni
mikilvægi sannleikans, gildisleysi (e. value-freedom) og viðurkenndri þekk-
ingu um náttúruna og félagsleg tengsl? Að mínu mati má svara þessari
spurningu á tvo viðunandi vegu. Annars vegar má halda því fram, eins og
ég hef gert hér á undan, að viðmið sterkrar hlutlægni greini einfaldlega
staðreyndir um náttúruna og félagslegar rannsóknaraðferðir sem ekki var
unnt að greina á fyrri tímum. Sem dæmi má nefna að „staðlaust sjónar-
35 Sandra Harding, „Feminism Science, and the Anti-Enlightment Critiques“, Fem-
inism/Postmodernism, ritstj. Linda Nicholson, New York: Methuen/Routledge og
Kegan Paul, 1988, bls. 83-106.
36 Peter Novick, That Noble Dream. The “Objecticity Question” and the American Histori-
cal Profession, Cambridge: Cambridge University Press, 1988.
STERKARi HLUTLæGNi FYRiR GRASRÓTARVÍSiNDi