Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Síða 171
170
fjallað með gagnrýnum hætti um hvernig trúarleg og andleg viðhorf kristni
og mótmælendatrúar sem bent hefur verið á að séu innbyggð í vestræna ver-
aldarhyggju sem mótar vestræn vísindi og heimspekilega afstöðu og aðferð-
arfræði innan þeirra, femínisma þar á meðal. Þetta verður rætt nánar í sjötta
kafla.
Loks hafa bandarískir femínistar úr þriðja heiminum, og femínistar úr
öðrum menningarheimum, fundið nytsamleg rannsóknarverkfæri innan
sinna eigin menningarhefða, eins og Sandoval, Collins og hooks eru dæmi
um. Sjónarhornsfræðin og hugmyndin um sterka hlutlægni sem þróuð
hefur verið í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu getur reynst gagnleg
utan þessara heimshluta, en þau geta ekki verið eina gagnlega femíníska
aðferðafræðin.
Af ofangreindum efasemdum um sjónarhornsfræðina og svörunum við
þeim má ráða að enn er unnið að því að setja inntak sjónarhornsfræði og
sterkrar hlutlægni fram með skýrum hætti. Það sem hún leggur til málanna
gengur gegn djúpstæðum skoðunum um viðeigandi tengsl vísinda og samfé-
lags, þekkingar og reynslu. En jafnframt má styðja grundvallarviðhorf hennar
og staðhæfingar með því að benda á samsvaranir við kenningar sem settar
hafa verið fram innan félagsfræði vísinda og tækni síðustu hálfu öldina.
Samsvaranir
Ýmiss konar innsýn og aðferðir sjónarhornsfræði og sterkrar hlutlægni
samsvara hugmyndum á sviði félagsfræði vísinda og tækni sem komu fyrst
fram í verki Kuhns, Vísindabyltingar,45 og verkum vísindafélagsfræðinga á
borð við Jerome Ravetz.46 Ég segi „samsvara“ því að á undanförnum árum
hefur afar sjaldan farið fram umræða innan félagsfræði vísinda og tækni
um hvað þetta þýðir fyrir þeirra eigin pólitísku og vísindalegu rannsóknir á
sviði femínisma, fjölmenningar eða eftirlendufræða.47 Nýlegar rannsókn-
45 Thomas Kuhn, The Structure of Scientific Revolutions.
46 Jerome R. Ravetz, Scientific Knowledge and Its Social Problems, New York: Oxford,
1971. Sjá t.d. eftirfarandi handbækur: Handbook of Science and Technology Studies,
ritstj. Sheila Jasanoff o.fl., Thousand Oaks, CA: Sage Publishers, 1995; The Science
Studies Reader, ritstj. Mario Biagioli, New York: Routledge, 1999; Edward J. Hacket
o.fl., The Handbook of Science and Technology Studies, Third Edition, Cambridge, MA:
MiT Press, 2007.
47 Warwick Anderson („From Subjugated Knowledge to Conjugated Subjects. Sci-
ence and Globalization, or Postcolonial Studies of Science?“, Postcolonial Studies
4/2009, bls. 389–421) nefnir nokkrar tegundir samsvörunar milli eftirlendufræða
sanDRa HaRDing