Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Qupperneq 173
172
við rannsóknir andófshópa gegn forræðisöflum. Hér á eftir mun ég aðeins
nefna fjögur viðhorf innan vísindafræða (e. science studies) sem eiga sér sam-
svörun innan sjónarhornsfræði og sterkrar hlutlægni.
Hlutlægni er virk; hún á sér sögu Eina slíka samsvörun má sjá í þeirri
staðreynd að hlutlægnimarkmið og aðferðirnar sem heppilegastar þykja
til að ná þeim eiga sér félagslega sögu; með öðrum orðum breytast þau
í takt við þær breytingar sem verða á vísindalegum aðferðum og mark-
miðum, en einnig með samfélagslegri þróun og félagslegum áherslum.51
Sagnfræðingarnir Lorraine Daston og Peter Galison hafa sýnt hvernig
viðmið um hlutlægni breyttust eftir því sem ný rannsóknartækni var inn-
leidd í framleiðslu vísindalegra landakorta á liðnum öldum. Nefna mætti
upphaf ljósmyndunar fyrir einni og hálfri öld, ásamt annarri tækni sem
fangaði fyrirbæri náttúrunnar og gat af sér nýja tegund hlutlægni, sem
Daston og Galison kalla vélræna hlutlægni (e. mechanical objectivity). Með
þessum breytingum hvarf hlutlægnin frá hugmyndum um að „líkja eftir
náttúrunni“ eins og gert var í fallegum útskurðarmyndum af blómateg-
undum fyrr á tímum, svo sem þeim sem er að finna í landakortabókum.
Hlutlægni er þá komin í hóp þeirra rannsóknamarkmiða sem eru ekki
lengur algild og tilheyra sérstöku sögulegu samhengi.52 Sterk hlutlægni,
sem nýlega er farið að beita í tengslum við auknar kröfur um ábyrgð ríkja
og vísinda gagnvart þörfum og óskum félagslegra baráttuhreyfinga, er
þess vegna ekki annað en ein af mörgum hugmyndum sem settar hafa
verið fram um hlutlægni í sögu vísindanna. Sú staðhæfing að hlutlægni eigi
sér sögu er til merkis um þá almennu tilhneigingu innan vísindafræða að
„afbyggja“ þær hugmyndir vestrænnar vísindaheimspeki sem taldar voru
algildar og benda með því á söguleg sérkenni þeirra.
51 Lorraine Daston og Peter Galison, Objectivity, Brooklyn, NY: Zone Books, 2007;
States of Knowledge, ritstj. Sheila Jasanoff o.fl.; Sheila Jasanoff, Designs on Nature;
Peter Novick, That Noble Dream; Theodore M. Porter, Trust in Numbers. The
Pursuit of Objectivity in Science and Public Life, Princeton, NJ: Princeton University
Press, 1995; Robert Proctor, Value-Free Science?
52 Sbr. Steven Shapin um sannleika í A Social History of Truth, Chicago: University of
Chicago Press, 1994; John A. Schuster og Richard R. Yeo (ritstj.) um vísindalega
aðferðafræði í The Politics and Rhetoric of Scientific Method. Historical Studies, Dor-
drecht: Reidel, 1986; Genevieve Lloyd, The Man of Reason. “Male“ and “Female“
in Western Philosophy, Minneapolis: University of Minnesota Press, 1984 og, meðal
annarra, Gyan Prakash um skynsemi í Another Reason. Science and the Imagination
of Modern India, Princeton, NJ: Princeton University Press, 1999.
sanDRa HaRDing