Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2016, Page 176
175
innan ríkjandi vestrænnar vísindafræði. En sá skilningur að vísindi og sam-
félög séu samofin og taki breytingum samtímis samsvarar aðferðafræði
sjónarhornsfræði og hugmynd hennar um sterka hlutlægni. Ofangreind
rannsókn um gagnkvæm áhrif samfélags og vísinda sýndi fram á innra
samband milli þess hvernig við lifum og hvaða kunnáttu við getum aflað
okkur – milli tilveru og þekkingar. Hún bauð birginn eldri skilningi á
sögu vísindalegra framfara sem ýmist voru skýrðar með innri „rökgerð vís-
indanna“ eða með því að ytri félagsleg, efnahagsleg og pólitísk öfl hefðu
áhrif á vísindastarfsemi. Með öðrum orðum verður hún hvorki talin til
innhverfrar (e. internalist) né úthverfrar (e. externalist) vísindasagnfræði. Í
þessum nýrri rannsóknum nær hið „félagslega“ djúpt niður í það sem var
talið undirstaða þekkingar okkar á heiminum og mun ég víkja að því síðar.
Þar sem það er eðli vísindanna að vera í stöðugri mótun eru mörk þeirra
sífellt að breytast. Það sem talið er náttúra eða „raunveruleg vísindi“ á
einum tíma stangast oft á við viðhorf á öðrum tíma. Það á auðvitað einnig
við um skilning okkar á fjölmenningarlegu lýðræðisríki.
Fjölbreytt sérfræðiþekking á sviði vísinda og tækni Harry Collins og
samstarfsmenn hans hafa haldið því fram að vísindaleg sérfræðiþekking sé
skilgreind of þröngt.57 Tilhneiging sé til að útiloka fjölda áhugafólks sem
hefur reynslu og „veit um hvað það er að tala“. Myndi þetta ekki geta átt
við um þá sem búa yfir þekkingu frumbyggja, eins og nánar verður rætt
síðar? Gæti það ekki einnig átt við um þekkingu okkar kvenna á eigin
líkama, á þörfum skjólstæðinga okkar og á því nánasta umhverfi sem við
höfum samskipti við í starfi okkar? Í þessu sambandi hefur Ulrich Beck58
bent á að nú á dögum sé á margan hátt búið að afnema einokun opinberra
vísindamanna á vísindalegri þekkingarsköpun.59 David Hess60 og Karin
Backstrand61 hafa sýnt fram á þýðingu ýmiss konar „borgaravísinda“ nú
á dögum, þar sem leikmenn fást við að hugsa upp verkefni til rannsókna,
57 Harry Collins og Robert Evans, Rethinking Expertise, Chicago: Chicago University
Press, 2007
58 Ulrich Beck, The Reinvention of Politics. Rethinking Modernity in the Global Social
Order, Cambridge: Polity Press, 1997.
59 Sandra Harding, Sciences from Below.
60 David Hess, Alternative Pathways in Science and Industry. Activism, Innovation, and
the Environment in an Era of Globalization, Cambridge: MiT Press, 2007.
61 Karin Backstrand, „Civic Science for Sustainability. Reframing the Role of Experts,
Policy Makers and Citizens in Environmental Governance“, Global Environmental
Politics 4/2003, bls. 24–41.
STERKARi HLUTLæGNi FYRiR GRASRÓTARVÍSiNDi