Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 12
10
BREIÐFIRÐINGUR
Systurnar koma upp hafskipabryggjuna 22. 6. 1935
í upphafi 13. aldarinnar voru umbrotatímar úti í Evrópu,
hinar misjafnlega þokkuðu krossferðir höfðu opnað mönnum
nýtt sjónarhorn, menning muslimanna hafði náð að spíra á
Veturlöndum, Rannsóknarrétturinn var stofnaður, háskólar
voru að hefjast, páfavaldið átti við mikinn andbyr að stríða og
margs konar spilling og órói þreifst víða. Og á Islandi voru
Snorri Sturluson og fleiri að skrá bókmenntir, meðan þeir stóðu
ekki í vígaferlum. Fram að þessum tíma hafði munklífi beinst að
ræktun einstaklingsins, íhugun og einangrun frá „heiminum“.
Þá koma heilagur Dóminíkus og heilagur Frans fram á
sjónarsviðið og gerbreyta um stefnu. Franciskusreglan skiptist
nú í margar greinar, en allar halda þær vörð um hinar
upprunalegu hugsjónir: Að boða Fagnaðarerindið í fátækt, „úti
í heiminum“, með þjónustustarfí og bæn.
í þeirri reglu Franciskussystra, sem hér starfa, voru á árinu
1981 alls 9056 systur, sem dreifðust í 879 klaustur í 70 löndum.
Flestar eru þær í Evrópu, en næstflestar í Asíu. Fram að þessu
hafa þeir einbeitt sér að rekstri sjúkrahúsa, skóla, barnaheimila