Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 14
12
BREIÐFIRÐINGUR
Systurnar ásamt Friðjóni Þórðarsyni, ráðherra og konu hans, séra Jóni
Habets, sóknarpresti kaþólskra í Stykkishólmi og Sturlu Böðvarssyni, sveitar-
stjóra, daginn sem fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri heilsugæslustöð.
gæta 30-40 barna ásamt starfsstúlkum úr þorpinu. Aðrar sinna
síðan heilsugæslu- og hjúkrunarstarfinu. 4 þeirra eru
hjúkrunarfræðingar að mennt, en 2 sjúkraliðar. Þar að auki er
svo sú starfsemi þeirra, sem sumum þykir sérkennilegust:
Prentverkið. Síðan 1953 hafa þær rekið litla prentsmiðju, sem
annast allt prentverk fyrir Kaþólsku kirkjuna á Islandi, auk
margs konar smáprents fyrir ýmsa aðila í Stykkishólmi og
nágrenni.
Eftir vinnu á kvöldin kom systurnar saman, horfa ásjónvarp,
stunda hannyrðir eða aðra tómstundaiðju. Flestar þeirra eru
frönskumælandi, og lesa dagblöð og tímarit á því máli. Aðrar
eru af flæmskum uppruna og eru áskrifendur að helgarblaði á
því máli. Allar eru þær erlendir ríkisborgarar, en tala íslensku,
umgangast fjölda Islendinga dag hvern og lifa sig inn í gang
mála hérlendis.
Einn sjúkrahúslæknir starfar á sjúkrahúsinu, en auk þess hýsa