Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 20
18
BREIÐFIRÐINGUR
í næstu tveimur vísum eru nokkrar búðir nefndar og hve
margir voru í hverri.
Fjórir úr Skötu, fimm úr Týru
freyrar spanga.
Sjö úr Norðursetu ganga
seggir fram á Unnar vanga.
Fer hann Einar fram á súð
þótt feyki vindur svölu.
Komnir eru í Krókabúð
karlar fímm að tölu.
Eftirfarandi sögu sagði Sigríður Bjarnadóttir í Sellátri. Þegar
þetta gerðist var hún unglingur í Höskuldsey.
Þangað hleypti bátur frá Olafsvík með níu mönnum í mjög
vondu veðri. Þar var áskipi blindur maður mjög aldurhniginn.
Hafði hann einu sinni komið í Höskuldsey sem unglingur, en
enginn annar á bátnum hafði komið þar. Þessi blindi maður gat
sagt formanninum svo vel til og lýst öllu svo vel fyrir honum að
lendingin tókst giftusamlega. Er þó mjög vandasamt að lenda
við eyna og má ekki miklu muna að illa fari þegar brimar, því oft
verða þá aftök. En svona vel hafði þessi unglingur tekið eftir og
munað öll þessi ár. Þessum bát legaðist í nokkra daga. En þegar
þeim byrjaði, þá gerði yngsti maðurinn, sem þá var innan við
tvítugt, vísu, er hann sagðist gefa Höskuldsey:
Þó aldrei komi ég óms á mey,
eða lífs þig finni,
far vel Höskulds fögur ey
í fyrsta og hinsta sinni.
Öll nöfn eru nú gleymd á þeim, sem koma við þessa sögu og
líklega er það þetta vísukorn, sem veldur því að þessi frásögn er í
minni mínu, en Sigríður nafngreindi alla þessa menn. Þetta