Breiðfirðingur - 01.04.1982, Síða 23
BREIÐFIRÐINGUR
21
ágætum manni og þau eignuðust mörg efnileg börn, sem halda
uppi þessari hraustu sjómannsætt, þótt við lægi að þessi
ættargrein þurrkaðist út með einni öldu. Þetta fólk dreifðist um
Breiðaíjarðarbyggðir ög víðar og eru lífmiklar greinar, enda af
traustum stofni í báðar ættir.
Eftir 1920 eru útróðrar í Höskuldsey óðum að leggjast niður,
enda allt að breytast og vélbátarnir þá óðum að koma til
sögunnar. Síðasti formaðurinn, sem hafði þar verstöð var
Ágúst Pálsson. Hafði hann aðsetur í Týrabúð og var hún síðasta
búðin, sem uppi stóð. Hann réri á haustvertíð 1927 og var hann
þá eini aðkomumaðurinn, sem ýtti þar úr vör. Eftir það hafa
einungis heimamenn róið þar, meðan eyjan var í byggð, en hún
fór í eyði upp úr 1960.
Sá, sem búið hefur einna lengst í Höskuldsey á seinni tímum
er Páll Guðmundsson. Hann hét fullu nafni Metúsalem Páll og
var sonur hjónanna Katrínar Andrésdóttur og Guðmundar
Illugasonar, sem bjuggu á Arnarstöðum í Helgafellssveit.
Páll var fæddur að Arnarstöðum 20. desember 1872 og ólst
þar upp með foreldrum sínum. Þegar hann hafði aldur til
vistaðist hann á Helgafelli í sömu sveit til Jónasar bónda
Sigurðssonar og konu hans Ástríðar Þorsteinsdóttur, sem þar
bjuggu rausnarbúi. Svo fór eins og oft vill verða hjá ungum
mönnum að hann felldi hug til einnar heimasætunnar á bænum.
Hún hét Ástríður Helga, fædd í Ögri, 13. maí 1875. Ekki er
ólíklegt að Páll hafl laumast upp á Helgafell og borið fram
frómar óskir og hvíslað þeim að huldum vættum fellsins, sem
voru þá sannarlega heyrðar. Því Helga var sama sinnis. Það hef-
ur verið rómantískt þá á Helgafelli ekki síður en nú er. En til að
gera langa sögu stutta, þá giftust þau á Helgafelli og voru þar í
húsmennsku fyrstu árin. Páll fór að stunda sjóinn og var mikið
að heiman. Svo fengu þau til ábúðar litla jörð, sem hét Undirtún
og var hjáleiga frá Helgafelli. Börnunum var nú farið að fjölga,