Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 27
BREIÐFIRÐINGUR 25
2. Hannes Ágúst. F. á Helgafelli 26. ágúst 1896. Giftur
Magðalenu Níelsdóttur frá Sellátri. Skipstjóri. Magðalena
hefur nokkur seinni árin stundað fískvinnu. Þeirra börn:
Guðmundur Kristján, Ásgeir Páll, Jón Dalbú, Sigurður,
Dagbjört Elsa, Þórólfur, Þóra, Hrafnhildur.
3. Georg F. á Helgafelli 1897. Giftur Sesselju Hinriksdóttur
frá Eskifirði. Barnlaus. Georg var lengst af sjómaður en
dvelur nú í Hafnarbúðum í Reykjavík. Tuttugu síðustu árin
vann Georg á sjúkrahúsinu Kleppi. Sesseija hefur unnið við
ræstingastörf.
4. Guðrún Karólína. F. á Helgafelli 4. apríl 1899. Gift
Guðmundi Norðdal í Reykjavík. Guðrún var matselja um
skeið en Guðmundur verkamaður. Þeirra börn:
Anna Norðdal og Magnús Norðdal.
5. Ásta Þorbjörg. F. í Ögri 30. sept. 1900. Gift Lárusi
Elíassyni frá Helgafelli. Lárus hefur stundað sjómennsku
en Ásta húsmóðurstörf. Þeirra börn:
Bjarni, Svanlaugur Elías, Helga Kristín, Lea Rakel,
Hrefna, Ebba Júlíana og Gunnlaugur.
6. Kristín. F. í Ögri 5. febrúar 1902. Gift Jóni Breiðfjörð
Níelssyni frá Sellátri.Kristín hefur verið húsmóðir en Jón
var sjómaður. Hann fórst í fískiróðri eftir stutta sambúð.
Var um tíma vitavörður í Elliðaey. Auk húsmóðurstarfa
vann Kristín á saumastofu um margra ára skeið. Þeirra
börn:
Auður og Dagbjört Hanna.
7. Anna Pálína. F. í Ögri. Dó sem barn.
8. Jónas. F. í Ögri 24. sept. 1904. Giftur Dagbjörtu
Níelsdóttur frá Sellátri. Jónas hefur stundað sjóinn en var