Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 29
BREIÐFIRÐINGUR 27
Guðfinnur Guðjón, Agnar Breiðfjörð, Bergljót Hulda,
Ævar Þór, Olafur, Astríður Helga, Páll Breiðíjörð.
13. Höskuldur. F. í Stykkishólmi 15. ágúst 1911. Giftur
Kristínu Níelsdóttur frá Sellátri. Höskuldur hefur verið
sjómaður en Kristín stundað fiskvinnu um allmörg ár, auk
húsmóðurstarfa. Þeirra börn:
Brimrún, Jón Breiðfjörð, Höskuldur Eyþór, Dagbjört
Sigríður.
14. Ebenharð Júlíus. Dó á fyrsta ári.
Enn fremur átti Páll Guðmundsson dreng utan hjónabands,
sem Sigurjón hét. Hann dó sem ungbarn.
Eftir því sem næst verður komist eru afkomendur Páls og
Helgu í janúar 1982 338 talsins.
Formannavísur úr Höskuldsey
eftirJón Lárusson í Sellóni, síðar í Arnarbæli
Kann ég ei að kveða um þá,
klædda reginspjörum,
hverjir fleyjum hrinda frá
Höskuldseyj arvörum.
Hann Guðmundur hægur, hýr,
hölda ræður skara,
aldurhniginn álmatýr
ýtir Sigurfara.
Bjarni liði mörgu með,
þótt móki hríðartetur,
kempan fríða karlmannleg
knörr á víði setur.
Pál þar má með seggjum sjá,
sá kann rjá við stýri,
oddaþráinn Ögri frá
ýtir láardýri.
Vaskleik ber Jón Valdimar,
er virtur er með sóma.
Rangahéra rennir snar
runnur hvera ljóma.