Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 32
30
BREIÐFIRÐINGUR
Þá koma tvær kempur ofan fjöruna og taka á móti okkur. Það
voru þeir Guðmundur í Nýjubúð og Gísli í Tröð og áeftir þeim
margir menn og voru það hásetar þeirra á haustvertíðinni. Þeir
tóku bátinn og settu upp á gras og var ég varla kominn upp úr
bátnum, þegar þeir voru komnir upp með hann. Þetta var fyrsta
haustið, sem ég eignaðist brók og var því stirður og óvanur að
ganga. Var síðan aflinn tekinn upp úr bátnum. Svo segir
Guðmundur við Gísla að hann skuli taka 2 menn heim með sér
og taki hann síðan 2, en Gísli sonur hans taki þann fimmta.
Faðir okkar og ég fórum með Guðmundi í Nýjubúð. Var hann
þá orðinn ekkjumaður, búinn að missa konuna frá stórum
barnahópi, en þau voru sum uppkomin þegar þetta var. Hafði
hann ráðskonu, sem Ólína hét Kristjánsdóttir og var hún systir
Bjarna Kristjánssonar, sem lengi var hringjari í Stykkishólms-
kirkju.
Ólína átti dóttur, sem Una hét, mjög glæsileg stúlka, og þegar
hún birtist í dyrunum, hitnaði mér, þótt ungur væri.
Guðmundur kallaði fram til Ólínu og biður hana að hita kaffi og
vera fljóta, því mönnunum sé kalt og gerir hún það. Svo stendur
Guðmundur upp og segist ætla að vita hvað hann eigi í
hjallinum og fer út, en við drekkum kaffíð á meðan. Þá fór Ólína
að baka hveitikökur en gamli maðurinn kom með rikling og
rafabelti, sem við borðuðum ásamt heitikökunum með smjöri og
var þetta veislumatur. Una kom með indælis mjólkurvelling,
sem við borðuðum á eftir. Þegar við erum að enda við að borða
segir Guðmundur: „Það er gott að þú ert kominn að landi Páll
minn, því nú gerir vont veður“.
Stuttu seinna skellur á með norðanveðri og byl. Þetta veður
stóð alla nóttina og við sváfum til morguns, en þegar við
vöknuðum var hann miklu hægari. Bulningsveður var þó fyrir
framan eyjar. Faðir okkar vildi endilega fara af stað og kallaði
menn sína. Fiskurinn var borinn í bátinn á þurru því brim var