Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 40
38 BREIÐFIRÐINGUR
Þetta voru kannski ekki lúxusréttir nútímans, en í minningunni
er þetta allt fullkomið ásamt einu kerti og góðgætinu úr koffort-
inu hans afa. Ommurnar góðu, foreldrarnir, sem vernduðu
börnin sín með umhyggju og hljóðlátum bænum um góða
framtíð og lán okkur til handa. Allt framkallar þetta einhvern
sérstakan hugblæ. Þetta er eitthvað sem nær út yfir gröf og
dauða.
Kennaranum var borinn matur fram í Suðurenda, og þar
borðaði pabbi með honum. Við krakkarnir vorum feimin og
þorðum ekki þangað. Þegar búið var að borða og þvo upp fór
Lilja amma að búa sig í fjósið til að mjalta. Það kom sér vel nú í
óveðrinu að innangengt var í fjósið. Hún paufaðist þetta gamla
konan með ljós á grútarkolunni, fram göngin í fjósið. í kvöld var
ég allt of fín til að fara með ömmu í fjósið að hitta kýrnar. Lilja
ammavann öllsínverkhljóðlegahvortheldurvar ífjósieða búri.
Þegar hún hafði lokið mjöltum kom hún inn hrein og
snyrtileg með stóra könnu fulla af spenvolgri nýmjólk sem var
okkur börnunum kærkominn drykkur. Nú settist amma á rúmið
sitt, andvarpaði og mælti:,, Alveg er veðrið voðalegt. Það heyrist
mikið á í fjósinu. Kýrnar eru svo hræddar að ég náði varla úr
þeim mjólkinni. Mér verður hugsað til blessaðra hestanna sem
eru úti í þessu veðri“. „Já, amma“, sagði ég „en fuglarnir eru
líka úti og þeir eru svo léttir“. Ég fór að hugsa um blessuðu litlu
fuglana sem tíndu svo kátir úr moðinu í morgun. „Hvar eru þeir
núna“.
Nú fór afí með svo undurfallegt kvæði um fuglana. Þetta ljóð
var eins og svar við spurningu minni.
Kvæðið er eftir Sig. Júl. Jóhannesson:
Hér er bjart og hlýtt í kvöld
heilsast gleði og friður.
Mun þó engum cevin köld
ójú, því er miður.