Breiðfirðingur - 01.04.1982, Side 41
39
BREIÐFIRÐINGUR
Úti flýgur fuglinn minn,
sem forðum söng í runni.
Ekkert hús á auminginn
og ekkert scett í munni.
Ljúfi drottinn líttu á hann,
leyfðu að skíni sólin.
Láttu ekki aumingjann
eiga bágt um jólin.
Frostið hart og hríðin köld,
hug og orku lamar.
O, ef hann verður úti í kvöld
hann aldrei syngur framar.
Drottinn, þú átt þúsund ráð,
þekkir ótal vegi.
Sýndu líkn og sendu ráð
svo hann ekki deyi.
Ég hlýddi hugfangin á afa meðan hann fór með þetta
gullfallega kvæði. Síðar lærði ég það allt. Frammi í Suðurenda
spjölluðu pabbi og mamma við kennarann yfir kaffl og kökum.
Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þau hafí verið mjög gest-
risin. Mamma veitti vel, en pabbi naut ánægjunnar af að tala við
gestina.
Aður en gengið var til náða þetta gamlárskvöld, tók afi fram
stóra bók, sem var húslestrarbók heimilisins, ennfremur sálma-
bækur. Hann settist nú við borðið, beint undir Ijósinu.
Kennaranum var boðið að hlýða á lesturinn. Hann tók því
með þökkum, og varð glaður við. Hann fékk sæti við borðið, og
flaug mér í hug að litli pílárstólinn mundi varla þola þunga hins
stóra manns, en stóllinn dugði. Við krakkarnir sátum eins og
brúður, dauðfeimin við þennan fína mann sem var með hálstau
og bindi. Það var ekki daglegur viðburður í sveitum þessalands
að sjá mann þannig búinn. Mamma færði nú í tal við kennarann
hvort hann væri söngmaður. Sagði hún það venju að sunginn
væri nýárssálmur að enduðum lestri. „Það má reyna“, mælti
þessi prúði og viðkunnanlegi maður, og tók sér í hönd aðra
sálmabókina.
Afi setti nú upp gleraugun sín, opnaði lestrarbókina, leit í
kringum sig. Jú, allstaðar er kyrrð og friður. Allir sitja hátíðlegir