Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 42

Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 42
40 BREIÐFIRÐINGUR og bíða. Afí hefur lesturinn, sem hljóðar upp á síðasta dag ársins. Það er steinhljóð í baðstofunni, en ærslafullur stormurinn beljaði úti. Eftir lesturinn fór afi með faðirvorið upphátt, og allir tóku undir, einnig kennarinn með sinni hljómþýðu rödd. Að lokum fór afí með bæn frá eigin brjósti. Þá signdu sig allir og settu hægri hönd fyrir augu. Ég man eftir tvennu úr þessari bæn. Þakklæti fyrir árið sem var að líða, og bæn fyrir heimilinu okkar á nýja árinu og endaði með þessu fallega stefi: Bcenin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmisleg. Þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún að drottins náð. Þá tóku allir hönd frá auga. Afi stóð á fætur og mælti hátíðlega: „Guð gefi oss öllum góðar stundir“, en fólkið sagði: „Þakka þér fyrir lesturinn“. Móðir mín tók nú sálmabókina og hóf sönginn. Kennarinn tók undir með sinni miklu og fögru rödd. Þau sungu: „Nú árið er liðið í aldanna skaut“. Ég hlustaði hugfangin á þennan fallega söng, sem yfirgnæfði óveðrið og hamfarirnar úti. Undir söngnum sofnuðu bræður mínir, en við systurnar hnipruðum okkur saman upp í rúmi hjá Lilju ömmu. Ég tárfelldi er sungið var: ,,..og aldrei það kemur til baka“, og alla tíð hefur það snert streng í sál minni að heyra þessi orð: „en hvers er að minnast, og hvað er það þá, sem helst skal í minningu geyma“. Ef til vill er það ómurinn frá þessu eftirminnilega gamlárskvöldi, sem enn bergmálar í hjarta mínu. Þegar söngnum var lokið þökkuðu allir fyrir. Kennarinn tók í framrétta hönd afa þakkaði honum hjartanlega fyrir og mælti: „Þetta var hátíðleg stund, sem ég mun seint gleyma“. Við systurnar hlupum til afa og kysstum hann fyrir eins og við vorum vanar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.