Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 60
58 BREIÐFIRÐINGUR
Á þessum árum var mikill fólksstraumur til Ameríku. Það
sýnir, að fólki hefur ekki virst lífvænlegt hér heima. Það var ekki
aðeins, að vei arfarið væri erfitt. Verslunin var yfirleitt mjög
óhagstæð og samgöngur Islands við umheiminn mjög
takmarkaðar og erfiðar. Fósturforeldrar mínir tóku þessu öllu
með jafnaðargeði og dugnaði. Svo sem áður er að vikið,hjálpuðu
þau mörgum bágstöddum, t.d. munu þau hafa tekið á heimili
sitt á þessum árum ein 6 gamalmenni.
Alltaf var eitthvað af vinnufólki á heimilinu, oftast 2
vinnurkonur og 2 vinnumenn. Sigurður tengdafaðir minn var í
3 ár vinnumaður hjá þeim hjónum. Hann sagði mér, að eftir 2 ár
hefði hann verið ákveðinn í að breyta til og leita annarrar vinnu.
Þeim féll nefnilega ekki sérlega vel, honum og fóstra mínum.
Sigurður gat verið dálítið stríðinn, en Ásgeir fóstri þótti
stundum nokkuð meinlegur í tilsvörum. Sigurður var samt 3ja
árið hjá þeim hjónum. Gerði hann það fyrir tilmæli Þuríðar.
Þess iðraðist hann ekki. Hún var honum oft innan handar á
fyrstu búskaparárum hans. Sigurður var góður verkamaður og
skepnuhirðir ágætur. Vildi Þuríður þess vegna ekki missa hann.
Ásgeir fóstri var framtakssamur bóndi á sinnar tíðar
mælikvarða. Hann sléttaði talsvert af túninu á Kýrunnar-
stöðum þótt jarðvinnsluáhöldin væru frumstæð, aðeins reka og
skófla. Túnið girti hann að nokkru. Var það gert með skurðum
og görðum hlöðnum úr torfi og grjóti. Viðhald húsanna á ári
hverju þarnaðist mikillar vinnu. Mest var byggt úr torfi og grjóti
og vildi það ganga fljótt úr sér. Haustvinna karlmannanna fór
því oft mikið í viðhald húsanna. Það þurfti að rista torf og reiða
það heim, hlaða í skörð í veggjum, gera við þökin o.s.frv.
Heyhlöður voru litlar eða engar. Heyið varð því að setja í tóftir
og setja torf á þegar upphleðslu var lokið. Torfhúsin þurftu
mikið rúm að grunnfleti. Veggir voru um 3ja álna þykkir og