Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 61
BREIÐFIRÐINGUR 59
meira, ef hæð var mikil. Rýmið inni í húsunum var því ekki
mikið í hlutfalli við ummál húsanna.
Eg ætla að reyna að lýsa mjög stuttlega húsaskipan á
Kýrunnarstöðum kringum 1910. Baðstofan var portbyggð,
fimm stafgólf að lengd, eða um 15 álnir innanmáls. Breiddin var
um 5 álnir. Hvert stafgólf var því 3 álnir á lengd, tvö rúm í
hverju.
Hjónastafgólfíð var afþiljað og í því 2 rúm. Mjög voru rúmin
mjó, þótt 2 ættu að sofa í hverju. I baðstofunni voru 8 rúm.
Uppgangurinn tók eitt stafgólf. Pláss var ekki mikið, sérstaklega
ef spunnið var á rokka. Var þá venjulega reynt að hafa rokkana á
misvíxl, þ.e.a.s. aðeins spunnið á öðru hverju rúmi.
Stigagangurinn var í fjórða stafgólfínu. 011 var baðstofan þiljuð
innan. Skarsúð var á þremur plássum, en reisufjöl á hinum.
Ekki kom það fyrir að það læki ofan í rúmin þegar rigndi, var
slíkt þó ekki mjög fátítt. Niðri, á fyrstu hæðinni var stofa
alþiljuð, sæmilegt hús, en heldur lágt undir bita fyrir hávaxna.
Þarna inni var 1 rúm. I stofuna var boðið stórbændum og öðru
heldra fólki. Fremur sjaldgæft var að vinnufólkið gengi þarna
um. A bak við stigann var herbergiskytra, aðallega notuð til
geymslu. Baðstofuveggurinn var 3ja álna þykkur. Búr og eldhús
voru fyrir innan þvergöng. Eldhúsið var nokkuð stórt. Þar voru
þrennar hlóðir, hlaðnar upp þvert fyrir gaflinn. Hlóðin vinstra
megin voru notuð daglega og langmest. Hin voru notuð fyrir
stóreldamennsku, t.d. í sláturtíðinni, til að baka brauð o.fl. A
þekjunni fyrir ofan hlóðirnar voru stórir strompar.
Að loknum haustönnum var mjög matarlegt í eldhúsinu, öll
rjáfrin þakin kjöti til reykingar. Næsta hús við eldhúsið var
skemma. Hún var styttri en hin húsin. Hið ytra voru öll
bæjarhúsin nokkuð svipuð. Baðstofuhúsið var þó hæst með
gluggum að framan og þremur gluggum á hlið. I búrinu var að