Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 70
68
BREIÐFIRÐINGUR
minn. Þetta gaf okkur ólýsanlegt öryggi allan daginn, ég býst
við, í gegnum allt lífið. Hver getur metið að verðleikum starf
móður, sem sáir slíku sæði í sálir barna sinna?
Mamma
Þótt indæl væri æska mín
angur stundum mæddi.
En mamma, hlýja höndin þín
huggaði og græddi.
Þótt gróið hafi upp gatan mín
gaddað og fennt í sporin
þá hverfur ei mamma,
minning þín,
hún er mild eins og sól á vorin.
Sigurborg Eyjólfsdóttir frá Dröngum.
Ég mun hafa verið á þriðja árinu, þegar ég fór með foreldrum
mínum og systkinum vestur að Arnarbæli á Fellsströnd, sem er
því sem næst beint á móti Dröngum, hinum megin við
Hvammsfjörð. Þar bjó Sigurborg, móðursystir mín, sem ég var
skírð í höfuðið á. Við fengum öskrandi rok, og Röstin sýndi sinn
ljótasta svip, og kastaði bátnum til og frá. Flestir voru víst
sjóveikir. Þá hrópa ég upp í skelfingu: Þa koller, þa koller. Þá
segir Stefán, bróðir minn: Ó-nei, Bogga mín, Guð gefur að það
hvolfir ekki.
Hann var einu og hálfu ári eldri en ég. Þetta man ég allt
nokkuð glöggt, og einnig hvernig klút mamma hafði á höfðinu.
Vel man ég afmælisdaginn minn, er ég var fimm ára. Þá voru
komin hjón, sem mér þótti vænt um, Lárus Loftsson og HaUdóra
kona hans. Þau bjuggu í Gerðey. Er þeim hafði verið borið kaffi
og pönnukökur, gerðist ég svo djörf, að fara fram á að fá að