Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 73
B REIÐFIRÐIN GUR
71
Drangarnir, sem bærínn dregurnafn af
nokkuð var langt að sækja vatn í gamla brunninn, og það ekki
svo gott sem skyldi. Undrast ég að pabbi skyldi ekki vera búinn
að hrinda því í framkvæmd. En mörgu þurfti að sinna. Það er
fallegt að sjá heim að Dröngum, einnig fallegt að litast um
þaðan, eyjarnar framundan á aðra hönd, en á hina hátt og
langt fjall, sem rís eins og varnarveggur. Það ber nafnið
Háskerðingur. Minn leyndi draumur, er ég var barn, var að
komast upp á hann, því að þaðan gæti ég helzt náð í himininn.
Fyrir ofan brekkuna eru melar, og skammt þar fyrir ofan rísa
þrír allháir bergdrangar, sem bærinn dregur nafn sitt af. Upp á
miðdrangann er aflíðandi halli, en efst uppi var hlaðin varða.
Þangað átti mamma mín margt sporið með stóran kíki, sem þau
áttu. Hún þurfti að fylgjast með ferðum pabba ásjónum. Þaðan
sást inn í Valshamarseyjar, en þær átti hann og þar heyjaði
hann mestallan sinn heyskap. Þær spruttu vel, það sá fuglinn
um. Ef ná þurfti í pabba af einhverjum ástæðum, var breitt hvítt
stykki á vörðuna. Kom hann þá jafnan heim.