Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 75

Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 75
73 BREIÐFIRÐINGUR Ég festi ekki yndi í fjarlægri byggð, því fast stóðu ræturnar heima. Hún er ekkert grín þessi átthagatryggð, né annað, sem tekst ekki að gleyma. Ég vildi, er sálin mín svífur á braut, að svolitla stund mætti ég dvelja heima á Dröngum í lítilli laut og ljósin á himninum telja. Víst voru mér ljósin á himinhvolfinu undrunar og aðdáunarefni. Engin rafljós drógu þá athyglina frá stjörnum og tungli. Þau voru einu birtugjafarnir á dimmum vetrarkvöldum. Þegar ég minnist Dranga, er ég kannski dálítið hlutdræg, en þó ekki blind á það sem miður var. Koma mér þá helst í hug sunnan ofsarokin. Sviftivindar komu ofan af Háskerðingnum svo sterkir, að maður gat búizt við að bærinn færi með öllu, sem í honum var. Hvítalogn var þess á milli. En er rokurnar komu,réri bærinn, svo að hrikti í hverri fjöl. Þá sváfu ekki allir fast. Þó gátu sumir sofið, og bættu óafvitandi við ömurleikann með hrotum, er voru sem draugalegt undirspil. Faðir minn átti áttæring, er Dvalinn hét. Eitt sinn var það í sunnanroki, að allir bjuggust við að báturinn mundi fjúka. Þó hafði verið borið á hann grjót, og hann bundinn niður með hlekkjum. En ekki átti það fyrir honum að liggja, að sitja lengi í festum, því þótt vængja og vélarlaus væri, hóf hann sig til flugs. hann virðist hafa verið langt á undan sinni samtíð. En endirinn var dapur, því hann fór í spón. Gæti því verið áminning til okkar hinna, að hugsa ekki hærra en hugsa ber, og ofmeta ekki eigin getu, en halda okkur við jörðina. Nú er Dvalinn minn dáinn, sagði Stefán bróðir minn, er báturinn var fokinn. Pabbi smíðaði alla sína báta sjálfur. Mér fannst gaman að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.