Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 76

Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 76
74 BREIÐFIRÐINGUR fylgjast með aðferðum hans við bátasmíðina. Er hann hnoðaði naglana að utan, urðum við krakkarnir að krjúpa inni í bátnum, sem var á hvolfi, og halda við með hamri. Það var erfitt verk fyrir mjóa handleggi. Einnig reyndi á kraftana að snúa hverfisteini, er leggja þurfti á ljáinn. Pabbi kallaði mig oft Góð-góð. Einhvern grun leggur nú að mér, að ég hafi ekki alltaf borið það nafn með rentu. Þegar ég var að sniglast í kring um hann við smíðarnar, sagði hann stundum: Hvað segir hún Góð-góð, góð sem er svo rjóð-rjóð, um þig syng ég ljóð-ljóð, lítil hringa slóð-slóð. Nú tók pabbi til við að smíða sér annan áttæring, sem einnig hlaut nafnið Dvalinn. Hann átti eftir að verða farsæll. Pabba þótti vænt um bátana sína, því segja mátti, að þeir væru hans annað heimili, því þótt hann byggi á landi, var hann kannski eins mikið á sjó. Hann hafði með höndum fólksflutninga til Stykkishólms, bæði úr Dölum og af Ströndinni. Á nýja bátnum gat hann flutt, að mig minnir um fimmtíu sátur af hinni þungu eyjatöðu. Þá var ekki mikið pláss fyrir farþega. Pabbi stýrði og tveir réru á hvert borð. Stundum held ég að segl hafi verið látin létta undir. Heyið varð að bera til skips, og í hlöðu fyrst framan af. Þá smíðaði pabbi grind með afmörkuðu svæði fyrir hverja sátu, ellefu talsins. Svo dró hestur þetta léttilega. Eftir að pabbi var orðinn gamall, talaði hann stundum um að hann sæi í anda litlu strákana, er þeir voru fyrst að bera sátur. Þá voru þeir ekki stærri en það, að þeir hurfu, svo líkast var því að sátan gengi sjálf. Oftast voru tveir vinnumenn allt árið, og ein vinnukona, auk þriggja hálfsystra minna, sem unnu heimilinu af mikilli prýði. Yngsta systirin ólst upp annars staðar frá átta ára aldri. Eitthvað var einnig um kaupafólk. Við litlu krakkarnir fórum snemma að snúast, því að allan vinnukraft þurfti að nýta. Eitt atvik er mér minnisstætt í sambandi við það. Pabbi hafði heyjað úti í svokölluðum Selflóa, og skyldi heyið reitt heim. Eg átti að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.