Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1982, Side 79

Breiðfirðingur - 01.04.1982, Side 79
BREIÐFIRÐINGUR 77 störfum, sem álitið var að tilheyrðu kvenþjóðinni. En hann lagði vel til heimilisins, enda betra, svo oft og óvænt sem gesti bar að garði. Þau voru samhent með það, foreldrar mínir, að gleðjast yfir gestakomu. Jóla-skammturinn var svo stór, að enzt gat fram á nýár, með öðrum mat. A aðfangadagskvöld fóru þeir, sem komust til kirkju. Pabbi las húslestur úr bók Helga Hálfdánar- sonar. Ég man hve allt breytti um svip, því það voru jól. Mér fannst allt vafið töfraljóma. Snjórinn varð öðruvísi, kristallarnir í honum urðu blárri, hvítari og skærari. Baðstofan breyttist í höll. Allt hafði verið hvítskúrað með sandi, og klippt voru úr dagblöðum lauf á allar hillur og syllur, og mamma hafði bakað dásamlegar kökur. En það var ekki vegna alls þessa, að mér fannst allt svo dýrðlegt. Nei, það var af því að það voru heilög jól. A jóladagskvöld var farið að spila vist. Foreldrum mínum þótti báðum gaman að því, og voru glöð. Mikið langaði mig þá til að spila, en fullorðna fólkið varð náttúrlega að ganga fyrir. En mér var boðin sú virðulega staða að sitja hjá mömmu og vera henni til heilla. Mér fannst þetta ekki skemmtilegt, heldur niðurlægjandi. Ég fann að ég stóð mörgum tröppum neðar að virðingu í mannfélagsstiganum en þetta fólk, sem sat hlæjandi við spilaborðið, sagði hálfa, grand, nóló, kastaði spilunum á borðið, og lét smella í hnefunum um leið og það sagði alslemm. En það voru jól, og ekki mátti fara í fýlu. Þetta endaði jafnan með því, að ég sofnaði á verðinum, svo að ég hef víst ekki orðið mikil heillastjarna fyrir mömmu. Spilað var langt fram á nótt. Eitt sinn skeði það á jólum, að tvær systur mínar, vinnumaður og vinnukona fóru til kirkju. A heimleiðinni lentu þau í blindbyl og villtust. Ég held að þau hafi alltaf gengið í hring. Svo rammvilltur var maðurinn, að honum fannst áin renna upp í móti. Var mikil mildi, að þau fóru ekki út á ísinn, sem var landfastur, því þá hefðu þau hæglega getað gengið fram af skörinni. En heim komust þau um síðir, og þá mjög þrekuð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.