Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 80
78
BREIÐFIRÐINGUR
Eitt vor kom Sigurður Eggerz, ráðherra, og frú með pabba
utan úr Hólmi. Þau gistu hjá okkur, en maður hafði verið sendur
inneftir með hestana þeirra, sem voru margir. En sökum þess,
að hætta var á að þeir strykju, urðum við Stefán, bróðir minn, að
vaka yfír þeim um nóttina, fyrir utan og ofan Stekk. Þar eru
dálitlir standbergsklettar, ég hallaði mér þar útaf, og hef víst
aðeins fest blund. En er ég reis upp, fann ég bróður minn hvergi,
og komin svartaþoka. Eg hljóp því heim og vakti foreldra mína,
og sagði tíðindin, en þeim brá hvergi, heldur segja mér að fara
aftur og leita betur. Þá fann ég Stefán bróður minn, sofandi í
klettaglufu. Nú fórum við að huga að hestunum, og voru þá
nokkrir þeirra stroknir. Þá var vinnumaður sendur með mér til
að leita þeirra, en er við riðum í vestur, fannst mér við fara í
austur en maðurinn hélt því fram að ég væri orðin svona villt í
þokunni. Svo reyndist rétt. Hestana fundum við von bráðar.
Síðan veit ég hvernig það er að vera villt. -
Löngu áður en þetta var, eða þegar ég var mjög ung, skeði það
einn dag, að Jens á Hálsi kom inn að Dröngum með kú. Hún
þurfti að heilsa upp á kunningja sinn af hinu kyninu. Háls var
næsti bær fyrir utan Dranga. Jens var sonur Ogmundar, fyrrum
bónda þar, og bróðir Sigurðar, sem einnig bjó á Hálsi. Þegar
hann fór af stað með kúna aftur heim, var okkur Stefáni, bróður
mínum leyft að fylgja honum, en aðeins út að Litla-Læk, sem
var skammt fyrir utan túnið því að myrkrið var að detta á. Þegar
þangað kom, sagðist ég vilja fara út að Gálgalæk, sem var nokkru
utar. Bæði Jens og bróðir minn lögðu fast að mér að fara nú
heim, en ég var nú heldur á annarri skoðun, og sagðist vilja fara
út að Hálsi. Ég sýndi bæði þrjózku og heimsku, enda munu þær
oft veraferðafélagar. Ekki held ég að ég hafi gert mér fulla grein
fyrir að ég var að gera rangt, því að löngunin til að komast út að
Hálsi formyrkvaði skynsemina og svæfði samvizkuna. Jens gat
ekki snúið við með kúna, svo að við eltum hann út að Hálsi. Þar