Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 86
84 BREIÐFIRÐINGUR
verk. Sokkaplögg voru þæfð í höndum, brotin saman eftir
settum reglum, strokin og síðan sett undir rekkjuvoðir eða
kodda fólksins, sem síðan lá á þeim unz þau voru þurr og fallega
pressuð.
Eitt sinn saumaði mamma á mig kjól úr gráu vaðmáli. Eg var
mjög hrifin af þessari nýju flík, ekki sízt fyrir það að hann var
opinn að framan og smelltur niður úr. Eg fékk að vígja hann með
því að fara í honum út að Hálsi með mömmu. Alla leiðina gekk
hún prjónandi með hnykilinn í handarkrikanum. Sóttist því
ferðin fremur hægt. Ég hljóp á undan henni og á móti henni
aftur, alveg eins og hundurinn okkar, hann Kolur. Við vorum
bæði svo létt á fæti og ánægð með lífið. Þegar að Hálsi kom,
fannst mér ég verða að sýna Jenna nýja kjólinn minn, og þessa
miklu tækni, að geta svift honum frá sér með einu handtaki.
Sjáðu, Jenni, sagði égog reiffrá mérkjólinn. En stend ég þáekki
fyrir framan Jenna minn á buxunum einum. Ég hafði þágleymt
að fara í prjónaklukkuna um morgunin, sökum ákafans að
komast í nýja kjólinn. Ég skammaðist mín voðalega fyrir
fljótfærnina, og sagði ekki nokkrum lifandi manni frá þessu, og
vonaði að Jens hefði gleymt því.
I Valshamarseyjum sem ég hef áður minnzt á, verptu bæði
æðarfugl og svartbakur. Æðarfuglinn gaf af sér dún, sem voru
mikil hlunnindi. Úr hreiðrum hans var lítið tekið af eggjum, en
hreiður veiðibjöllunnar voru tæmd, því hún hafði þá sama
innræti sem nú, að sýna litlu æðarungunum enga miskunn. Sjálf
bjó hún í hörðum heimi. Að koma að tómu hreiðrinu og horfa á
ungana sína drepna, hver skilur það? Ungafar. Þetta orð snerti
mig alltaf ónotalega. Þegar svartbaksungarnir voru orðnir
stálpaðir, en ekki alveg fleygir, var farin herferð gegn þeim.
Þessir vesalingar voru eltir uppi, eða þeim náð í háf, og ýmist
rotaðir eða þeir snúnir úr hálsliðnum. Þetta voru mis-
kunnarlausar aðfarir, eins og svo margt í þá daga, er laut að