Breiðfirðingur - 01.04.1982, Síða 93
BREIÐFIRÐINGUR
91
synd að svifta hana hamingu hins glaða gjafara. Þessar gjafir
voru stórar, því þær voru gefnar af skorti, en af auðlegð
hjartans. Dýravinur var hún svo mikill, að slíks munu fá dæmi.
Held ég að hundarnir hafi verið þar í fyrsta sæti, og eflaust hefði
hún svelt sjálfa sig fyrir þá, hefði hún ekki haft nema sinn eigin
mat að gefa þeim.
Þegar fundir voru í Þinghúsinu heima, komu margir menn og
einnig margir hundar. Þá daga hafði María mikið að gera. Oft sá
maður hana hálfbogna inni í miðri hundaþvögunni, þar sem
hún var að útdeila einhverju matarkyns þessum gestum sínum.
Einnig þurfti hún að halda þarna uppi aga, því að oft sló í brýnu
með þessum heiðursgestum, vafalaust hafa margir þeirra átt
hagsmuna að gæta í ástarmálum og kjötbeinapólitík. Slegizt var
upp á lífið og rifízt hátt, hefðu þeir mátt mæla, hefðu þeir
eflaust sagt hvern annan segja ósatt, eins og verða vill á
pólitískum fundum. María stóð þarna í miðjum hildarleiknum,
ýmist sem sáttasemjari eða refsandi yfirvald. Þetta voru
ógleymanlegir þættir út af fyrir sig. Eg held að Maríu hafi verið
tekið allsstaðar vel, þar sem hún kom, enda gerði hún ekki á hlut
nokkurs manns. Trúkona var hún áreiðanlega, því ég heyrði
hana oft vera að lesa bænir og vers langt fram ánótt. Svo orðvör
var hún, að af bar. Enginn hefði með sanni getað haft eftir henni
illt umtal. Væri einhver, sem henni var ekki beinlínis að skapi,
þá var það mesta, sem hún sagði: Eg þekki þá manneskju ekki
neitt. Þegar hún lagði af stað til næsta ákvörðunarstaðar, stytti
hún sig, eins og það var kallað. Til þess voru notuð svonefnd
styttubönd. Bundið var þétt um mjaðmirnar með þeim, og
pilsið síðan togað upp fyrir, unz hæfilegri sídd var náð, en það
fór eftir smekk hverrar konu. Stundum var nú pilsið svolítið
missítt á Maríu, en þesskonar hégóma setti hún ekki fyrir sig. Eg
man að pabbi sagði, að móðir sín hefði átt svona band. Það var
ofið, og í það var ofin þessi fallega vísa: