Breiðfirðingur - 01.04.1982, Síða 99
BREIÐFIRÐINGUR 97
þarna. Nú fékk ég nóg af því. Atti ég nú að fara að sitja í fanginu
á bláókunnugum manni? Ja, siðferðið hér á Suðurlandi, hugsaði
ég. En áður en ég fór upp í bílinn, sá ég að einhver svartur, stór
gúmmíhringur var festur aftan á hann. Bjarghringur, hugsaði
ég. En til hvers á þurru landi? En er við komum að
Kópavogslæknum, skildi ég til hvers bjarghringurinn var.
Auðvitað til þess að minnsta kosti einn gæti bjargað sér, ef
bíllinn keyrði út í sjóinn. En hvað þáum hina farþegana? Ja, það
var ekki að vita, en betri var hálfur skaði en allur. Oft er ég búin
að hlæja að heimsku minni síðan. En þar sem ég er að festa þetta
á blað, heyri ég að maður á vegum Slysavarnarfélagsins er að
segja, að bíldekk og uppblásnar slöngur séu mjög hentug
björgunartæki, ef í nauðir reki. Mér fannst þessi bílferð vera
hálfgerð glæfraferð, og faðirvorið las ég upp aftur og aftur alla
leiðina suður í Fjörð. Eg var með ljósgulan stráhatt á höfði, með
rauðum borða, sem hékk niður á bak. En um leið og ég fór út úr
bílnum fyrir framan pósthúsið, en þar átti systir mín heima,
fauk hatturinn af mér og rúllaði vestur alla Strandgötu. Nú kom
sér vel að vera skreflöng og vön að eltast við óþekkar skepnur. Ég
tók nú hraustlega til fótanna, og hljóp á eftir hattinum mínum,
sló tvær flugur í einu höggi, náði honum og lét glamra vel í
skónum. Þarna voru góðar götur til þess, jafnvel betri en í
Hólminum. Þá hafði ég nú tekið ofan fyrir Hafnarfirði, það fór
ekki illa á því, þar átti ég eftir að eiga heima í 17 ár. í þessari
fyrstu suðurferð minni dvaldist ég hjá systur minni í einn
mánuð í góðu yfirlæti. Hún saumaði á mig kjól, sem hún gaf
mér, og einnig gaf hún mér lakkskó. Daginn sem ég lagði af stað
heim, fór ég í myndatöku í Reykjavík en þá voru lakkskórnir
komnir ofan í tösku, svo ég tróna á stóru skónum margumtöluðu
á myndinni, sem ég á enn. Síðan var lagt af stað til Stykkishólms
með flóabátnum Svani. Ég lá í neðri koju og þegar mér fór að
verða hálfleitt, teygði ég höfuðið fram á kojustokkinn, til að