Breiðfirðingur - 01.04.1982, Qupperneq 100
98
BREIÐFIRÐIN GUR
kasta upp. En hvað skeður þá? Konan í efri kojunni gubbar yfir
höfuðið á mér. Þá fannst mér nú mælirinn fullur. En þegar
neyðin er stærst, er hjálpin næst. í þessum svifum kemur inn í
lúkarinn stýrimaðurinn,sem var vinur pabba. Hann þekkti mig,
því hann hafði nýlega verið um tíma á Dröngum. Hann þvoði
hár mitt og uppörvaði mig. Þessi góði maður hét Astmann
Bjartmarsson, og var úr Stykkishólmi.
Séra Þorsteinn Kristjánsson fermdi mig 24. maí 1920. Við
vorum sex, sem fermdust þann dag í Breiðabólsstaðarkirkju,
þrjár stúlkur og þrír piltar. Fermingin hafði sterk áhrif á mig.
Presturinn lagði út af orðunum: Varðveit þú hjarta þitt framar
öllu öðru, því þar eru uppsprettur lífsins að fínna. Þá skildi ég ekki
hve erfitt er að varðveita hreinleika þess. Því eins og Guðs orð
segir: Svikult er hjartað og spillt er það. Þennan dag fann ég að
Drottinn kom til móts við mig, og ég þráði að gefa honum líf
mitt, en unglingsárin voru erfið. Togað er í mann úr ýmsum
áttum, en samband mitt við Guð rofnaði aldrei alveg. Eg baðtil
hans, en mig skorti þekkingu og skilning. Svo var það er ég var
tuttugu og sjö ára, sendi Guð fólk í veg minn með sitt orð
upplýst af Guðs anda. Þá skildi ég að eitt var nauðsynlegt, sem
sé að gera iðrun og trúa fagnaðarboðskapnum. Viku eftir
fermingu mína fluttumst við alfarin til Hafnarfjarðar. I huga
mínum var tregi yfir öllu því, sem ég var að kveðja, en einnig
eftirvænting hins ókomna. Þegar ég fer nú um Ströndina mína,
minnist ég við mold og steina. Mér dylst ekki, að margt er
breytt. Að vísu eru fjöllin og eyjarnar og margt íleira enn á
sínum stað. En hvar eru gömlu góðu samíérðamennirnir með þýða
viðmótið? Og konurnar hæverskar og milar? Eg man svo vel
eftir öllu þessu fólki, veðurbitnum andlitum karlmannanna og
vinnulúnu höndunum, hvernig það talaði og hló, hvernig
karlmennirnir, sem tóku í nefið röðuðu tóbakinu á handarbakið,
svo að það minnti á langa heylön. Og hve gjafmildin og