Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 106
104
B REIÐFIRÐIN GUR
Við vissum að sá sem þjálfað hafði M.A. kvartettinn var hinn
kunni tónlistarmaður Carl Billich. Við leituðum því til hans um
aðstoð, en hann var þá nýkominn aftur til landsins eftir harða
útivist hernámsáranna. Málaleitan okkar var vel tekið eftir að
Carl hafði hlustað á okkur syngja, en með tilkomu hans hófst nú
starfið af meiri festu og alvöru en áður.
Við komumst fljótt að því að Carl Billich var enginn
viðvaningur í listinni og var ekki laust við að nokkurrar
minnimáttarkenndar gætti hjá okkur félögunum fyrst í stað, og
nú reyndi verulega á hæfni okkar sjálfra í ótal torfærum
tónlistarinnar, en við höfðum aðeins fram að leggja okkar
náttúruraddir eins og skaparinn hafði gefíð okkur þær í
vöggugjöf. Nokkra innsýn höfðum við þó í nótnalestur, sem var
okkur mikill styrkur.
Carl tók æfíngarnar mjög föstum tökum og af mikilli alvöru
og mikil var þolinmæði hans og vandvirkni. Engan vafa tel ég á
því að söngur okkar Leikbræðra hefði aldrei skilað sér í eyru
áheyrenda með þeim vinsældum sem raun varð á, ef við hefðum
ekki notið þessa frábæra tónlistamanns. Þakkir okkar til hans
eru því ómældar í minningunni um okkar kvartettsöng.
I kvartettsöng er það þýðingarmikið að velja til meðferðar
hentug lög, og er úr mörgu að velja í því efni. En það er ekki nóg
að fínna lögin, það þarf oft að færa þau í nýjan búning til að þau
henti kvartettsöng, en í því efni var Carl Billich allra manna
snjallastur, og nutum við þess í ríkum mæli, en mikill meirihluti
laganna sem við sungum á öllum okkar söngferli voru raddsett
af honum. Hafa þar einnig fleiri kvartettar notið góðs af.
Þegar okkur félögunum óx áræði og þor fórum við að gefa kost
á okkur til að skemmta á samkomum og þá fyrst og fremst á
samkomum Breiðfirðingafélagsins. Var söng okkar einstaklega
vel tekið og fjölmargir færðu okkur þakkir og hvatningarorð.
Við áræddum að fara í útvarpið m.a. á kvöldvöku Breiðfirðinga-