Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 110
108 BREIÐFIRÐINGUR
hinn 28. nóvember 1952 var stigið á svið Gamla bíó fyrir fullu
húsi áheyrenda.
Er mér minnisstæð sú stund er við gengum óstyrkum fótum á
sviðið og við okkur blöstu andlit margra hinna þekktustu
söngvara og blaðagagnrýnenda. A þessum söngpalli höfðu
flestir okkar þekktustu og bestu söngvarar staðið þegar þeir
heilluðu áheyrendur sína. En hér vorum við komnir hinir
ólærðu alþýðusöngmenn sem aðeins höfðu upp á að bjóða
árangur stopullar tómstundaiðju.
Slíkar hugsanir gerðust áleitnar á þessari stundu. Sönglega
séð var það okkar sterkasta hlið hvað 1. tenór var ávallt óbrigðull
í hlutverki melódíunnar, sem er þýðingarmikið í öllum
samsöng. Gunnar Einarsson hafði sérlega góða náttúrurödd,
sem virtist aldrei bregðast hvernig sem hann var fyrirkallaður.
Tónhæðin var honum mjög auðveld samfara góðum tónsmekk
og tónheym. Held ég að þetta hafi gefið okkur hinum, óafvitandi,
styrk og þor, ekki hvað síst á stórum stundum eins og á
söngpallinum í Gamal bíói, enda gengu þessir tónleikar
snurðulaust og kannski ofurlítið betur. Blómvendir bárust
okkur á sviðið og áheyrendur voru ósparir á lófatakið. Eftir
nokkra daga komu svo blaðadómar hver af öðrum, en eftir þeim
höfðum við beðið með mikilli eftirvæntingu og e.t.v. með
nokkrum kvíða, en sá kvíði reyndist ástæðulaus.
Það sem gagnrýnendur skrifuðu um okkur vakti bæði undrun
okkar og gleði, og það verður að viðurkennast að okkur fannst við
hafa farið með sigur af hólmi, því blaðadómar voru allir á einn
veg en of langt mál yrði að birta þá hér alla orðrétta, en nokkur
sýnishorn úr tveimur þeirra fara hér á eftir.
Morgunbl.
„Leikbræðrum“ ágætlega tekið. 29.11.‘52.
KVARTETTINN „Leikbræður“ hélt söng-
skemmtun í Gamla bíói í gærkvöldi við mjög góða