Breiðfirðingur - 01.04.1982, Síða 120
118 BREIÐFIRÐINGUR
oftast skyrhræringur og mjólk um tíuleytið að kvöldi. Eftir
kvöldverð þvoði fólk sér og háttaði. Aldrei var hafður sætur
matur, aðeins í töðugjöldunum var hafður hrísgrjónamjólkur-
grautur með rúsínum og kanelsykri út á. Strausykur fékkstekki
á þessum tíma, varð því að mylja kandísinn, ef þurfti að nota
hann með kanel eða í kökur. Hvítur sykur fékkst í toppum og var
aðeins notaður til að skafa hann út á pönnukökur.
Þótt mikil hyggja væri í mönnum við heyskapinn, var helst
aldrei snert á heyi á sunnudögum. Það kom fyrir að fólk fór til
kirkju á sunnudögum, jafnvel að ungt fólk fengi leyfí til að ríða
til kirkju í aðra sókn, einu sinni á sumri.
Ekki var sunnudagurinn algjör hvíldardagur hjá fólki.
Kvenfólk sinnti þjónustubrögðum og piltar standsettu amboð.
Þegar túnaslætti var lokið var farið að heyja á engjum en það
var sjaldan mjög langt frá. Þá var það verk krakkanna að fara
með miðaftanskaffið til fólksins. Þegar ég var 7 ára var
kaupakona hjá Jóhannesi frænda, hún var úr Bjarneyjum. Með
henni var drengur á sama aldri og ég. Við fórum með
engjakaffið, sinn daginn hvort. Einu sinni þegar Jónas - en svo
hét drengurinn, kom heim, sagði hann að Jóa hefði slegið
ljánum í fótinn á sér, svo blóðið hefði bullað upp úr skónum. -
Mikið kenndi ég í brjósti um Jóu. En í huga mínum örlaði þó á
þeirri ósk, að það hefði verið minn dagur að fara með kaffið - og
segja fréttirnar.
Mikið var haft fyrir heyþurrkuninni. Á engjunum var heyið
slegið, rakað saman í fangahnappa, svo bundið í sátur, reitt heim
á hestum, hleypt, þurrkað, bundið í sátur aftur og reitt heim að
heystæðu. Ef að heyið var stutt frá, axlaði karlmaður sátuna, bar
hana að tóftinni, upp háan stiga, þar tók húsbóndinn við, leysti
sátuna og hlóð úr heyinu.
Aðal kindaheyið var í hárri tóft. Þá var nú eftir að tyrfa hana.