Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 127
BREIÐFIRÐINGUR 125
sorgarfregn að Jón væri allur. Hafði hann dáið í svefni um
nóttina.
Hverjir tóku þátt í þessum ferðum og hvað tók hver ferð langan
tíma?
Eg man nú ekki lengur að nefna með nafni alla þá menn, sem
þarna komu við sögu, en líklega hafa þetta einkum verið bændur
og bændasynir úr Laxárdalnum og hafa þeir þá lagt til bæði
sleða og hesta. Ég man t.d. eftir Hinrik Guðbrandssyni frá
Spágilsstöðum og sonum Hjartar Jenssonar, sem þá bjó í
Hjarðarholti. Mig minnir að ferð okkar Bjarna út á skörina hafi
tekið um 3 tíma hvora leið og sjálfsagt má þá gera ráð fyrir, að
ferð með sleða fram og aftur hafi tekið 7 til 8 tíma að meðtalinni
töf við skipshlið.
Hvaða varningur mundi þetta hafa verið og hversu miklu var
hlaðið á hvern sleða? Hvað voru sleðarnir margir?
Þetta var einkum mjölvara og fóðurvara, sem sagt matvæli
handa mönnum og skepnum. Ég held ég muni það rétt, að hvert
æki hafí verið um eitt tonn. Fjöldi sleða í hverri ferð hefur
sjálfsagt verið misjafn, en trúað gæti ég því að hann hafi oft verið
á bilinu 5-10.
Hvað hét skipið sem flutti varninginn inn að skörinni og hver
stýrði því?
Skipið, sem varninginn flutti, var flóabáturinn Baldur, en
skipstjóri á honum var Guðmundur Jónsson. Hann var faðir
Lárusar, þess sem lengi stýrði öðru og stærra skipi með sama
nafni. A ég margar góðar endurminningar um samskipti mín við
þá feðga frá starfsárum mínum hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar í
Búðardal, en þangað kom flóabáturinn reglulega þegar ísalög
hömluðu ekki ferð hans.
Lýkur þar með frásögn Þorsteins Jóhannssonar.
III.
Eftir að færð var í letur frásögn sú, er hér fer á undan, rann