Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 129
BREIÐFIRÐINGUR
127
Ekki vildu þeir senda helming varningsins sömu leið til baka,
heldur brugðu á það ráð að selflytja inn yfír sprunguna löngu,
allt sem með skipinu kom. Héldu þeir síðan inn fjörðinn með
æki á báðum sleðunum en skildu eftir tvö hlöss á ísnum. Náðu
þeir til Búðardals, þegar komið var undir kvöld. Sýnist þásum-
um og þar með Sigurbirni, að rétt væri að fara strax til baka að
sækja þau tvö hlöss, sem enn biðu á ísnum, en aðrir töldu það hið
mesta óráð. Varð sú skoðun ofan á að fara strax út á ísinn aftur
og bjuggust þeir félagar því enn af stað. Bar ekki til tíðinda á
útleiðinni, en þegar þeir komu að sprungunni var hún orðin
a.m.k. tveggja metra breið og engin tök á að komast yfir hana
með hest eða sleða. Hrósuðu þeir nú happi að hafa varninginn
réttu megin sprungunnar, hlóðu sleðana hið bráðasta og héldu
enn af stað inn fjörð. Segir nú ekki af ferð þeirra, fyrr en þeir
voru komnir upp undir fjöruna í Búðardal, en þá gerist ísinn svo
meyr, að hann hélt hvorki hestum né sleðum. Varð þeim til
happs að háfjara var, en þarna er sums staðar mikið útfiri eins og
víða við Breiðafjörð. Náðu þeir landi án teljandi erfiðleika og
komu varningi og hestum í hús. Var þá langt liðið á nótt. En
þegar birti af næsta degi var komin mikil hreyfmg á ísinn og
stórar vakir á firðinum. Þá fyrst varð þeim félögum ljóst, að
þarna höfðu þeir háð kapphlaup upp á líf og dauða við veður,
vind og strauma.
IV.
Hér lýkur frásögnum þeirra Þorsteins og Sigurbjörns af
sérstæðum aðdráttarferðum Dalamanna fyrir fjórum til fimm
tugum ára. Mér er ljóst, að þeim sjálfum finnst þetta naumast í
frásögur færandi. I.þeirra augum voru þetta ekki björgunar-
aðferðir, heldur eðlileg viðbrögð við þeim kringumstæðum, sem
allsleysi þessara löngu liðnu tíma lagði mönnum á herðar. „All
in a day’s work“ eins og Englendingar segja stundum -