Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 131
Sr. IngibergJ. Hannesson
Um látna í Dölum 1981
Guðrún Valfríður Sigurðardóttir fráHvítadalí Saurbæ,
andaðist 17. febrúar 1981. Hún var fædd á Litlu-Hvalsá í
Strandasýslu 19. júní 1897. Foreldrar hennar voru Sigurður
Þórðarson og Kristín Kristjánsdóttir, er þar bjuggu og síðar á
Stóru-Fjarðarhorni og þar ólst Guðrún upp til fullorðinsára.
Árið 1919 kom Guðrún að Hvítadal ásamt Sigurði bróður
sínum, er þá hóf þar búskap. Og þar kynntist hún manni sínum,
Torfa Sigurðssyni, og hófu þau búsap í Hvítadal árið 1920 og
bjuggu þar allan sinn búskap að undanteknum árunum 1928-
32, er þau bjuggu á Saurhóli.
í Hvítadal lifði hún því meginhluta ævi sinnar og þar skilaði
hún farsælu dagsverki, og þangað leitaði hugurinn tíðum, þó
hún yrði að dveljast syðra síðustu ár ævi sinnar, enda segir
Sighvatur sonur hennar m.a. svo í ljóði til móður sinnar
áttræðrar:
Loks þú fluttir, fórst að heiman burt
forlög réðu, ei var nokkurs spurt.
Heim þó ávallt hugur leitar þinn.
Heim þú segir. Heim í dalinn minn.
Þau Guðrún og Torfi eignuðust sjö börn, sem öll eru á lífi, en
þau eru: Sigurjón á Hvítadal, Sigvaldi á Blönduósi, Sigurkarl,
Guðbjörg og Sigurrós í Kópavogi, Svavar í Garðabæ og
Sighvatur á Sauðárkróki.