Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 148
146
BREIÐFIRÐINGUR
taldi færa. Kraftmeiri hest var ekki hægt að fínna til að brjótast
áfram með þungar pósttöskur í kafaófærð, og oft áttu lausir
hestar fullt í fangi með að fylgja honum eftir.
Tvisvar sama veturinn lenti Hrotti í hrakningum á
Fróðárheiði. Þá tóku hin óblíðu náttúruöíl allt í sínar hendur.
Hrotti stóð fastur í snjóskafli, en pabbi fór að kanna leið sem ef
til vill væri fær, en hrapaði og fann ekki aftur hestana eða
stúlkuna sem með honum var. Varð það henni til lífs að lánið var
með, en pabbi var þrekmaður og gat brotist til byggða. Þessa
nótt var eitt hið versta veður er menn muna við Breiðafjörð.
Heimferðin var hin mesta svaðilför í hríð og hörku frosti.
28 janúar 1938 hröpuðu bæði pósturinn og hestar hans ofan í
Egilsskarð, sem er miðja vegu milli Axlarhóla og Knarrar í
Breiðuvík. Pabbi komst við illan leik heim að Knörr, en
hestarnir voru eftir í snjónum, og Hrotta fann hann ekki. Næsta
morgun er veðrinu slotaði þá fannst Hrotti afvelta með póst-
töskurnar, búinn að liggja í 12 klukkustundir í 17 stigafrosti. Þá
var af honum dregið en þó gekk hann heim að Knörr, og var
honum hyglað þar vel. Ég heyrði pabba segja að spenvolg ný-
mjólkin hennar Ingveldar á Knörr hefði hresst Hrotta best.
Frá þessum ferðum báðum er sagt í Sögu landpóstanna á bls.
110 í þriðja bindi.
Ein af strokuferðum Hrotta
Pósthestarnir voru hafðir á eldisfóðri allan veturinn, aðeins
hleypt út til að liðka sig milli ferða. Gafst Hrotta ekkert tækifæri
til að strjúka, enda Búlandshöfðinn oftast ófær allan veturinn,
en er fór að vora og koma gott veður, var pósthestunum hleypt
út með hinum hestunum. Þá voru þeir vanalega inn á engjum
inn við Búlandshöfða og var svo þennan dag, er allir hestarnir,
nema Hrotti, komu heim um kvöldið.