Breiðfirðingur - 01.04.1982, Side 151
149
BREIÐFIRÐINGUR
steinvölu að skilnaði. Mundi þá ekkert illt henda þann er þessu
hlýddi. Ennfremur segir sagan að líf lægi við, ef út af væri
brugðið. Ég bar alltaf lotningu fyrir Líksteini, og fylgdi þessari
gömlu þjóðtrú er ég fór þar framhjá. Nú settist ég á þennan
gamla jarðgróna stein og hvíldi mig góða stund og gerði bæn
mína. í minni barnatrú bað ég þann er öllu ræður að ég fyndi
hestinn, og kæmist með hann heim. Eftir bænina var ég von-
betri, stóð upp af steininum og tók svo til fótanna og hljóp inn
Höfðalandið. í Höfðakoti hitti ég bóndann áBúlandshöfða. Var
hann þar að sinna fé sínu við fjárhúsin. Ég heilsaði Agústi bónda
og spurði hann hvort hann hefði séð nokkuð til ferða Hrotta.
Hann kvaðst hafa séð Hrotta fara þar hjá kvöldið áður á mikilli
ferð. Með þetta hélt ég mína leið og fyrir ofan tún á bæjunum í
Látravík. Er ég kom að Skerðingsstöðum sá ég Þorvald bónda
standa úti á hlaði. Ég fór því heim að bænum og spurði eftir
Hrotta. „Jú, hann fór hér seint í gærkvöldi fyrir ofan túngarð og
hefur eflaust haldið áfram inn í Skerðingsstaðadal. Þar er allt
hrossastóðið.“ Ég þaut af stað og kastaði kveðju á Þorvald. Hann
kallaði á eftir mér. „Er ekki Höfðinn hálf ófær“. „Jú“ svaraði ég,
„hann er slæmur“ og með það þaut ég af stað, sem leið lá inn
fyrir Hólalæk sem ég varð að vaða og var hann nokkuð djúpur. A
eftir bullaði upp úr gúmmískónum. Inn með hlíðinni hélt ég, og
fram í dalinn, en er þangað kom sé ég engan hest. Ég varð fyrir
sárum vonbrigðum. Settist ég niður á stein og braut heilann um
í hvaða átt skyldi leita. Líklegustu staðirnir voru Þröskuldadalur
sem var fyrir innan Mýrarhyrnu, kannske niður með Stöð, eða
niður á Kvíabryggju, eða alla leið frammi í Krossnesi.
Ég tók þá ákvörðun að halda niður að Stöð, því ekki mátti tefja
tímann. Ég vissi ekkert hvað klukkan var orðin á þessum degi.
Ég stóð upp og tók stefnu niður að Lárkoti. Hitti ég þar Sigurð
bónda, Sigga í Koti, eins og hann var kallaður. Hann var fyrir
utan tún að gera við girðingu. Ég labbaði til hans og heilsaði