Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 154

Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 154
152 BREIÐFIRÐINGUR Hrotta fyrst í stað, var hann þungur í taumi. Við paufuðumst þarna inn með hlíðinni, tóma vegleysu. Þó að ég væri nú ánægð að vera með Hrotta í taumi gerði sulturinn nú meir og meir vart við sig. Máttleysið í fótunum var að ágerast, og fór ég nú alvarlega að hugsa um hvað ég gæti gert. Eg vissi ekkert hvað klukkan var, en sá á öllum sólarmerkjum að kvöld var komið. Eg vissi að foreldrar mínir þekktu fólk á öllum bæjum þarna austanvert við Stöðina. Margt af þessu fólki hafði komið að Mávahlíð og þegið góðgjörðir, en ég þorði ekki að fara og berja á dyr. Eg braut heilann um þetta fram og aftur. Jú, Þorbjörg á Kotum hafði komið í fyrrahaust, án erindis, og var henni borið kaffi með kökum. Ætti ég að fara þangað og segja að ég væri frá Mávahlíð og væri svo svöng. Eða, spyrja hvað klukkan væri, og biðja að gefa mér að drekka. Það var alvanalegt. Eg lagði leið mína heim að bænum hennar Þorbjargar. Bærinn hennar stóð á rimanum fyrir ofan Bryggjupláss. Allt var þar snyrtilegt í kring. Eg barði aftur og aftur en enginn kom til dyra. Blessuð gamla konan var ekki heima. Þá ákvað ég að fara heim að Lárkoti. Guðrún, húsmóðirin þar hafði oft komið að Mávahlíð. Nú var ég ákveðin í að fara þangað og biðja að gefa mér að drekka. En það fór á sömu leið, enginn var heima. Nú var áreiðanlega orðið nokkuð áliðið, og ég átti enn langa leið ófarna heim. Nú fór ég á bak Hrotta, og var hann hvorki latur eða kargur. Fór ég nú á hröðu brokki, og var ég sannarlega fegin að geta hvílt mig á hestbakinu. Nú var aftur komið flóð í Lárvaðal. Varð ég því að fara fyrir ofan, eintóma vegleysu fyrir hestinn. Nú ákvað ég að fara heim að Skerðingsstöðum, og ef mér yrði ekki boðið inn ætlaði ég að þrauka út að Búlandshöfða. Þar átti ég vísan bita og sopa hjá vinum mínum, Astu og Agústi. En það var bara svo langt. Við túnhliðið á Skerðingsstöðum stóð Þorvaldur bóndi. Avarpaði hann mig, hressilega að vanda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.