Breiðfirðingur - 01.04.1982, Side 158
156 BREIÐFIRÐINGUR
Nú brá svo við, að Hrotti reyndi ekki að strjúka fyrr en um
haustið, nokkru fyrir réttir. Þá var hann einn dag horfinn. Pabbi
lét þau orð falla að það væri best að lofa honum að vera nokkra
daga í sumarfríi. Fór hann síðan sjálfur að sækja hann. Pabbi
kom við á Skerðingsstöðum og varð Þorvaldi bónda að orði „Þú
er heppinn Agúst, að eiga svona duglegan strák, ég man eftir
honum frá í vor þegar hann var að elta klárinn“. „Þetta er nú
stelpa“, sagði pabbi. „Það er þó alveg ómögulegt, hún er alveg
eins og duglegasti strákur“. Það þótti í þann tíð kvenlegra að
stúlkur á mínum aldri önnuðust uppþvott og sópuðu gólf en
útislark væri aðeins fyrir stráka. Ég var sex árum eldri en Steini
bróðir minn, það var mikill aldursmunur á þessum árum. Sex
árum síðar var með sanni hægt að segja að Agúst í Mávahlíð ætti
duglegan strák, sem léti sér fátt fyrir brjósti brenna.
Vagnhestur
Á liðnum öldum var íslenski hesturinn þarfasti þjónninn í
sveitum þessa lands. Hann bar allar nauðþurftir heim á
heimilin. Reiðingur og klifberi voru hjálpartækin í þeim
flutningum. Svo kom nýi tíminn til sögunnar, þá var þetta lagt
til hliðar, reiðingunum staflað í geymslu og klifberarnir hengdir
upp á vegg. I staðinn komu vagnar sem hestum var beitt fyrir.
Aktygi voru lögð á hestinn og vagninn síðan splittaður við þau. I
þetta hlutverk voru æfinlega valdir þrekmiklir hestar. Þar var
Hrotti í fyrsta flokki, og gegndi hann þessari þjónustu í mörg ár í
Mávahlíð, þar til bíll kom á heimilið 1947, og var þá Hrotti
leystur frá hinum erfiðu störfum að mestu. Hrotti gerði meira
en draga vagn. Honum var, ásamt öðrum hesti beitt fyrir
sláttuvél. Á vorin þurfti að slóðadraga túnið, þá var Hrotta beitt
fyrir slóðann. Það var ekki á allra færi að teyma hann um