Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 4
4 TMM 2009 · 3 Salvör Nordal Að sníða sér stakk eftir vexti1 Smæð íslensks samfélags er óumdeild staðreynd. En hvað felst í því að vera lítið samfélag? Hvaða takmarkanir og möguleikar felast í smæðinni – hverjir eru veikleikar hennar eða styrkleikar? Mikael M. Karlsson heldur því fram í grein sinni „Smáræða“ að Íslendingar hafi ekki tekið mið af þessari staðreynd í uppbyggingu samfélagsins.2 Þeir þekki sögu sína og menningu en horfist ekki í augu við hvaða mörk smæðin setji samfélagsgerðinni. Skipulag stjórnmála og stofnana hafi verið tekið frá miklu fjölmennari þjóðum án þess að nauðsynleg aðlögun hafi átt sér stað. Hann getur sér þess til að þetta sé meginástæða þeirrar ringulreið- ar og rifrildis sem einkenni íslensk stjórnmál og þeirrar óstjórnar og óreiðu sem einkenni íslenskar stofnanir og fyrirtæki. Greininni lýkur Mikael með þessum orðum: Ef grunsemdir mínar reynast á rökum reistar og form íslenskra stofnana henta ekki stærð íslensku þjóðarinnar og ekkert verður að gert í þessum efnum, þá mun náttúran fyrr eða síðar taka í taumana; annað hvort breytast þá þessi form eða íslenska þjóðin hættir að vera til. En mannleg samfélög eru, eins og ég sagði áðan, bæði náttúrufyrirbæri og manna verk. Við getum sjálf breytt formi þeirra ef við viljum. En eins og stendur vitum við ekki hvernig, eða hvað sé til ráða. Þjóðin skilur enn ekki sjálfa sig, hana vantar sjálfsþekkingu.3 Þetta er áhugaverð lýsing í ljósi þeirra atburða sem nú hafa gerst, 17 árum eftir að þessi orð birtust á prenti. Er meginskýringuna á því hvern- ig fór fyrir íslenskum fjármála- og útrásarfyrirtækjum að finna í skiln- ingsleysi okkar á smæðinni? Getur verið að náttúran hafi tekið í taum- ana, að það sem gerðist eigi sér að hluta til náttúrulegar orsakir? Og loks: er nú óhjákvæmilegt að horfast í augu við smæðina eða hætta að vera til ella? Á síðustu árum hefur talsvert verið fjallað um hlutverk og stöðu TMM_3_2009.indd 4 8/21/09 11:45:27 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.