Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 5
A ð s n í ð a s é r s t a k k e f t i r v e x t i TMM 2009 · 3 5 smáþjóða á alþjóðlegum vettvangi. Deilt er um hvernig skilgreina eigi smáríki, hvort til dæmis eigi að mæla styrk þeirra út frá áhrifum eða íbúafjölda en Sameinuðu þjóðirnar miða skilgreiningu sína við 10 millj- ónir íbúa. Samkvæmt því teljast öll Norðurlönd til smáríkja, en þau hin eru þó a.m.k. 15 sinnum fjölmennari en Ísland. Í fæstum tilfellum eru smáríki með færri íbúa en hálfa milljón sjálfstæð og fullvalda ríki eins og Ísland, með eigin tungu og menningu og efnahagslega sjálfstæð. Smáríki hafa eðli málsins samkvæmt minni styrk en stórþjóðirnar og eiga því meira undir alþjóðlegum stofnunum og sáttmálum en þau ríki sem valdið hafa. Hefðbundin umræða um smáríki lýtur fremur að stöðu þeirra í alþjóðlegum samskiptum, hlutverki þeirra í samfélagi þjóðanna og viðureign við voldug ríki. 4 Vandamálið sem Mikeal gerir aftur á móti að viðfangsefni greinar sinnar er hvaða þýðingu smæðin hefur fyrir innra skipulag samfélagsins og það verður einnig viðfangsefnið hér. Til að bregða ljósi á þessa þætti ræðir Mikael lögmál náttúrunnar um form og stærð sem hjálpar okkur til skilnings á mikilvægi þess að jafnvægi sé milli þessara þátta. Ég mun líka fara orðum um aðra samlíkingu við náttúruöflin; um mismunandi áhrif sterkra vinda á lítið og grunnt vatn annars vegar og það sem dýpra er hins vegar en sú líking bregður öðrum þræði ljósi á ástæðu þess að örþjóðin Íslendingar er jafn illa leikin og raun ber vitni.5 Loks ræði ég um ábyrgð hvers okkar á áframhaldandi tilveru íslensks samfélags. Músarhamur yfir fíl Samspilið milli forms og stærðar er þekkt í lífríkinu. Lífverur, hvort sem eru dýr eða plöntur, hafa það form sem hentar stærð þeirra og því geta þær ekki stækkað mikið án þess að form þeirra breytist jafnframt. Beinabygging dýrs, hvort heldur er manns eða músar, gæti ekki þolað verulega stækkun án þess að hún annaðhvort gefi sig eða þéttist umtals- vert og styrkist. Mús gæti ekki vaxið upp í stærð fíls án þess að verulegar formbreytingar fylgdu. Mikael segir sömu lögmál eiga við mörg önnur fyrirbæri, svo sem eins og samfélög manna. Þau eru í senn náttúrusmíð og mannanna verk, þau breytast og þroskast, og náttúran sér um „að stærð hæfi formi og form falli að stærð“6. Mannlegt samfélag sem fær að þróast nógu lengi hlýtur þannig að taka á sig form sem því hentar, að öðrum kosti staðnar samfélagið eða tekst ekki á við hlutverk sitt. Sam- líkingin við form og stærð í náttúrunni á vel við í þessu samhengi. Að mati Mikaels hafa Íslendingar þó ekki tekið mið af smæð samfélagsins TMM_3_2009.indd 5 8/21/09 11:45:27 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.