Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 10
S a lv ö r N o r d a l 10 TMM 2009 · 3 sterk. Hver einstaklingur hefur meira svigrúm til athafna en í stærri samfélögum og tækifærin eru meiri. Að sama skapi berum við meiri ábyrgð hvert fyrir sig á því samfélagi sem við byggjum. Eina birtingar- mynd þeirrar ábyrgðar finnum við oftar en ekki á erlendri grund. Flest höfum við á ferðum erlendis hitt útlendinga sem aldrei áður hafa hitt Íslending og jafnvel aldrei heyrt á landið minnst. Við slíkar aðstæður verðum við umsvifalaust fulltrúar þjóðarinnar og sú ímynd sem útlend- ingarnir fá af Íslandi. Þessi framandleiki getur stundum verið okkur skjól þar sem engar fornar erjur eru rifjaðar upp, en hann getur einnig gefið þá mynd að við séum sérkennilegur þjóðflokkur á hjara veraldar og varla hluti af alþjóðlegu samfélagi. Í þessum efnum átti útrásin þátt í að breyta stöðu okkar í heiminum og okkur fannst, að minnsta kosti um stundarsakir, að í alþjóðlegum viðskiptum værum við tekin alvarlega. Og líkt og hver Íslendingur sem leggur af stað út í heim er fulltrúi þjóð- arinnar voru strandhögg hinna nýju víkinga einnig gerð í nafni Íslands. Hversu stór eða alþjóðleg sem fyrirækin urðu voru þau alltaf íslensk og komið fram við þau sem slík. Íslensk útrás og bankahrun áttu líka eftir að breyta ímynd landsins með eftirminnilegum hætti, ímynd sem við vorum öll hluti af, hvort sem við vildum eða ekki. Þetta eru örlög lítillar þjóðar. Ábyrgð okkar er þó ekki aðeins á alþjóðlegum vettvangi heldur ekki síður gagnvart okkur sjálfum þar sem við tökumst á við það verkefni að halda úti menningarsamfélagi við ysta haf; þjóð sem á sér aldagamla sögu og einstaka menningu og tungu. Í sjálfstæðisbaráttunni og á fyrstu áratugum nýs lýðveldis gerðu margir sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fælist í að vera Íslendingur og hvaða skyldur það legði á hvern einstak- ling. Ekki var sjálfgefið að slík smáþjóð gæti staðið á eigin fótum og ljóst að ekki þyrfti mikið að breytast í heiminum í kringum okkur til að til- raunin um Ísland færi út um þúfur. Gott samband við nágranna og vinaþjóðir hefur ætíð verið okkur nauðsynlegt til að lifa af sem þjóð á sama tíma og menning okkar er viðkvæm fyrir erlendum áhrifum og breytingum. Styrkur erlendra þjóða hefur á þessum sviðum á stundum fyllt okkur vanmetakennd og við höfum gert minna úr íslenskri menn- ingu og framlagi en efni standa til. Þegar Íslendingar sóttu á alþjóðlega markaði voru þeir þó fullir sjálfstrausts og með stórar hugmyndir um eigin getu. Vanmetakenndin hafði vikið fyrir oflæti en skammt getur verið milli þessa tveggja kennda. Við höfðum gleymt smæð okkar og töldum okkur trú um að við gætum skákað stórþjóðunum á þeirra heimavelli – og héldum að við kæmumst upp með það! Ekki síst þess vegna fyllti útrásin margan Íslendinginn stolti – við vorum loksins tekin TMM_3_2009.indd 10 8/21/09 11:45:27 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.