Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Síða 14
14 TMM 2009 · 3 Herdís Sigurgrímsdóttir Svo sem var í upphafi, er enn – um sinn Um Kader Abdolah og Hús moskunnar Saga Írans er geymd í kjallara moskunnar. Þar í neðsta skoti, bak við læstar dyr, liggur sagan í kössum. Í þessu óformlega skjalasafni liggja bréf og önnur mikil- væg skjöl sem sagnaritararnir hafa safnað frá því aðalmoskan var byggð fyrir átta öldum. Merkasta heimildin er hins vegar dag- bækur sagnaritaranna. Þeir hafa samviskusamlega skráð niður alla markverða atburði sem varða húsið og fólkið í því, en einnig sögu borgarinnar og landsins. Það er ekki ímaminn, klerkurinn í moskunni, sem skráir söguna, heldur húsráðandinn í húsi moskunnar. Þannig hefur það verið um alla tíð og þegar bókin hefst lítur ekki út fyrir annað en að þannig muni það verða um aldir alda. Húsi moskunnar mætti líkja við volduga kirkju- jörð á Íslandi fyrri alda. Moskan tilheyrir húsinu, ekki öfugt. Ímam moskunnar býr vitaskuld í húsinu, en það er ekki hann sem er húsráðandi. Það er Aga Djan sem ræður í húsi moskunnar. Hann er einnig leiðtogi kaupmannanna á basarnum. Aga Djan er holdgervingur gamla tímans. Það er varla tilviljun að höfund- urinn lætur hann hafa lifibrauð af því að framleiða og selja persnesk teppi, klassíska munaðarvöru og eitt aðalsmerki Írans svo öldum skiptir. Aga Djan selur fallegustu teppin á basarnum. Þau lætur hann hnýta í nærliggjandi fjallaþorpum en hönnunin er eitt af best geymdu leyndarmálum húss mosk- unnar. Skáldsagan Hús moskunnar hefst á öndverðum sjöunda áratug tuttugustu aldar. Tíminn í bókinni er óræður, hann er óteljandi. Það eru engin ártöl, aðeins árstíðir. Moskan og húsið við hlið hennar hafa staðið í stað meðan tím- anum skolar yfir þökin og meðfram veggjunum. Tíminn virðist tæpast dropa inn í húsið eða moskuna. Í húsi moskunnar er ekki hlaupið á eftir nýjungum, eins og útvarpi og sjónvarpi. Hvorugt er guði þóknanlegt, – veraldlegt pjátur. B ó k m e n n t a h á t í ð © Jo yc e va n Be lk om TMM_3_2009.indd 14 8/21/09 11:45:27 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.