Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 19
TMM 2009 · 3 19 N a j a M a r i e A i d t setur Norður-Grænlands. Þar eru bæði mennta- skóli og iðnskóli og þar starfaði faðir Naju við kennslu. Naja bjó fyrstu ár ævi sinnar við þá órafjarlægð sem er á milli skammdegis og bjartra sumarnótta. Hún teygaði í sig ævintýri H.C. Andersens, þjóð- sögur Grimms-bræðra, Þúsund og eina nótt og önnur ævintýri sem foreldrarnir lásu fyrir hana. Hún uppgötvaði að ferðast má þangað sem ímynd- unaraflið stefnir og upplifa þar framandi heima. Fyrsta minning hennar um Kaupmannahöfn var: Skelfileg. Ég var sjö ára þegar við fluttum frá Grænlandi til Kaupmannahafnar. Ég man hvernig ég öskraði í aftursætinu þegar við ókum fram hjá Trianglen, ég var hrædd um að húsin myndu steypast yfir okkur. Ég hafði aldrei komið á stað með háum húsum og umferð. Við höfðum búið í pínulitlum bæ þar sem voru aðeins tveir bílar. Og nú vorum við lent í þeirri mauraþúfu sem Kaupmannahöfn birtist mér. Það var erfitt en spennandi að læra að rata í strætisvögnum og lestum.1 Táningsár á Vesturbrú Stuttu eftir komuna til Danmerkur skildu foreldrar Naju og þá flutti hún með móður sinni í kommúnu á Vesturbrú. Sífellt rennerí af fólki gat ært óstöðugan. Reynt var að gera upp við þá borgaralegu nærsýni að beina tilfinningum sínum um of að einum einstaklingi. Nú átti Naja ekki aðeins eina móður heldur voru allar konurnar í kommúnunni mæður hennar. Rúm öld var liðin frá því að franski anarkistinn Pierre Joseph Proudhon (1809–1865) skrifaði að eign væri þjófnaður (La propriété, c’est le vol) og töfraorðið í kommúnunni var „fælles“ – allt var sameiginlegt – líka silfurskeiðin sem Naja hafði fengið í skírnargjöf. En hún varð að kyngja því og lífið í kommúnunni átti síðar meir eftir að nýtast sem efniviður í prósa og ljóð. Þegar Naja komst á unglingsár gerðist hún heitur málsvari verkalýðsins. Hún skráði sig með bestu vinkonu sinni, Line Knutzon sem er þekkt leikskáld í dag, í ungliðahreyfingu danska kommúnistaflokksins. Flokkurinn þótti frek- ar gamaldags, ekki síst vegna tryggðar flokksforystunnar við vélmennin í Moskvu, en Naja segist hafa valið þessi samtök frekar en önnur til þess eins að ögra móður sinni sem studdi Vinstri sósíalista. Vinkonurnar tóku þátt í stétta- baráttunni af lífi og sál. Í útvarpsviðtali2 frá þessum árum áttu þær ekki í minnstu vandræðum með að lýsa arðráni heimskapítalsins og þegar þær voru spurðar hvað væri til ráða svaraði Naja um hæl að það mætti til dæmis byrja á því að halda „fællesmøde“. Í kommúnistahreyfingunni lærðu vinkonurnar vinnuaga. Þær spiluðu í hljómsveit og sömdu pólitíska söngtexta: © M or te n H ol tu m TMM_3_2009.indd 19 8/21/09 11:45:28 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.